Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:11 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira