Íslenski boltinn

Besti þátturinn: Ásthildur tók skóna fram

Valur Páll Eiríksson skrifar
Ásthildur og Ásta Eir skipa lið Breiðabliks sem mætti þeim Andreu Rut og Gunnari úr liði Þróttar.
Ásthildur og Ásta Eir skipa lið Breiðabliks sem mætti þeim Andreu Rut og Gunnari úr liði Þróttar. Besta deildin

Fimmta viðureignin í Besta þættinum hefur hefur verið gefin út en í þættinum eru leikmenn og stuðningsmenn liða í Bestu deildinni paraðir saman í keppni á móti pari frá öðru liði.

Jón Ragnar Jónsson, söngvari og fyrrum Íslandsmeistari með FH, stýrir þættinum en í honum svara liðin spurningum um sitt félag og reyna svo að safna fleiri stigum með því að sparka bolta í gegnum göt á segldúk sem er búið að strengja yfir mark.

Í þættinum mættust lið Breiðabliks og Þróttar en liðin mætast einmitt á morgun í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Í liði Blika voru Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði liðsins, og goðsögnin Ásthildur Helgadóttir. Fyrir hönd Þróttar voru það Andrea Rut Bjarnadóttir, leikmaður liðsins, og Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur með meiru.

Þáttinn má sjá í heild sinni að neðan.

Klippa: Besti þátturinn - þáttur 5



Fleiri fréttir

Sjá meira


×