Lekinn í Eystrasalti lítill hluti af losun manna á metani Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 09:35 Brennsluturnar fyrir jarðgas í olíu- og gaslind í Texas. Umframmetansgasi er oft brennt en í mörgum tilfellum eru turnarnir bilaðir eða slökkt á þeim þannig að metan sleppur beint út í andrúmsloftið. Metan er margfalt öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringurinn sem myndast þegar metani er brennt. AP/David Goldman Þrátt fyrir að þúsundir tonna af jarðgasi velli út um göt á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur er lekinn lítill í samanburði við aðra losun manna á metani. Áætlað er að ef allt gasið í leiðslunum læki út í andrúmsloftið næmi það um 0,1% af heildarlosun á metani í heiminum. Lekar komu á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á mánudag. Dramatískar loftmyndir hafa sést af gasinu vella upp úr sjónum og út í andrúmsloftið í gasbólu allt að einn kílómetri að þvermáli. Vestræn ríki telja að um vísvitandi spellvirki hafi verið að ræða. Hvorug leiðslan var í notkun þegar lekarnir komu á þær en gas var enn í þeim. Metangasið er öflug gróðurhúsalofttegund, um tuttugu sinnum máttugra en koltvísýringur yfir hundrað ára tímabil. Í versta falli hefur verið áætlað að lekinn frá leiðslunum jafnist á við losun um einnar milljónar bifreiða á einu ári. Til samanburðar aka um 250 milljónir bíla um stræti Evrópu, að sögn Washington Post. „Þetta er ekki smávægilegt en á stærð við meðalstóra bandaríska borg, eitthvað af þeirri stærðargráðu. Það eru svo margar uppsprettur um allan heim. Hver einstakur atburður er yfirleitt lítill. Ég held að þessi falli í þann flokk,“ segir Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla við bandaríska blaðið. David Archer, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Chicago í Bandaríkjunum, segist telja að stór hluti metansins frá Nord Stream-leiðslunum hafi leyst upp í sjónum. Þó að lekinn virðist stór blikni hann í samanburði við daglega losun vegna landbúnaðar. Losun frá olíulindum og nautgripum sé mun meiri en erfiðari að sjá fyrir sér. „Ef sprengingin í Eystrasaltinu virðist stór þá er það vegna þess að hún er öll á einum stað,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Tvöfalt til þrefalt meiri losun en olíu- og gasfyrirtækin segja Metangaslekar eru einnig algengir um allan heim. Þannig sýna gervihnattaathuganir að metanlosun frá olíu- og gasiðnaðinum er mun meiri en fyrirtækin halda sjálf fram. Gasið sleppur frá gaslindum, leiðslum og þrýstistöðvum og útflutningsmiðstöðvum fyrir fljótandi gas. Thomas Lauvaux frá Háskólanum í Reims í Frakklandi segir AP-fréttastofunni að metanlosun frá olíu- og gasvinnslu sé vanalega að minnsta kosti tvöfalt meiri en fyrirtækin gefa upp. Hann og samstarfsmenn hans hafa fylgst með fleiri en 1.500 stórum metangaslekum um allan heim með hjálp gervihnatta. Í Permdældinni í Texas, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Bandaríkjanna, hefur metanlosunin verið tvöfalt til þrefalt meiri. Lekarnir eru oft síður en svo óhöpp. Gasvinnslufyrirtæki láta þannig flest metan leka út í andrúmsloftið þegar þau þurfa að tæma leiðslur fyrir viðhald. Í sumum tilfellum reyna olíu- og gasfyrirtæki að minnka metanlosun með því að brenna umframgas. Við brunann verður til koltvísýringur. Rannsókn sem vísindamenn frá Háskólanum í Michigan birtu í gær bendir til þess að metanlosun vegna bruna af þessu tagi sé allt að fimmfalt meiri en talið var. Í mörgum tilfellum virkar logarnir sem eiga að brenna gasið ekki eða þá að ekki er kveikt á þeim þannig að metanið sleppur beint út í andrúmsloftið. Stærstur hluti metanlosunarinnar er hins vegar ekki frá jarðefnaeldsneyti heldur frá uppsprettum eins og landbúnaði, rotnandi úrgangi og jafnvel rotnandi plöntum í uppistöðulónum. Áætlað er að metan vegna jarðefnaeldsneytis sé tæpur þriðjungur losunarinnar. Mikill styrkur metans yfir Skandinavíu Athuganastöðvar í Svíþjóð hafa mælt allt að 20-25 prósent hærri styrk metans í lofti en vanalega frá því að leiðslurnar rofnuðu á mánudag. Gasið er þrátt fyrir það ekki hættulegt heilsu manna í þeim styrk. Í Noregi og Finnlandi hefur styrkur metans einnig mælst óvenjuhár. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt á athuganastöðvum okkar,“ segir Cathrine Lund Myhre frá Loftrannsóknastofnun Noregs. Norska ríkisútvarpið NRK segir að út frá styrk metans sem mælist nú í Skandinavíu hafi sérfræðingar reiknað út að um 80.000 tonn metans hafi losnað út í andrúmsloftið. Það sé um fjórfalt meira en árleg metanlosun frá olíu- og gasframleiðslu Noregs. Spálíkan á vefsíðu NRK sýnir að leifar gasskýsins gæti náð að norðurströnd Íslands síðdegis í dag. Jasmine Cooper, rannsakandi við hugveituna Sjálfbæru gasstofnunina, segir Washington Post að ólíklegt sé að lekinn í Eystrasalti ógni sjávarlífverum á sama hátt og olíuleki. „Umhverfisáhrifin verða á hnattræna hlýnun,“ segir hún. Enginn hefur nákvæmar upplýsingar um umfang lekans en dönsk yfirvöld áætla þó að þeir gætu stöðvast á sunnudag. Þegar það gerist verður loks hægt að byrja að meta skemmdirnar og rannsaka hvað olli því að leiðslurnar rofnuðu. Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Lekar komu á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem flytja jarðgas frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á mánudag. Dramatískar loftmyndir hafa sést af gasinu vella upp úr sjónum og út í andrúmsloftið í gasbólu allt að einn kílómetri að þvermáli. Vestræn ríki telja að um vísvitandi spellvirki hafi verið að ræða. Hvorug leiðslan var í notkun þegar lekarnir komu á þær en gas var enn í þeim. Metangasið er öflug gróðurhúsalofttegund, um tuttugu sinnum máttugra en koltvísýringur yfir hundrað ára tímabil. Í versta falli hefur verið áætlað að lekinn frá leiðslunum jafnist á við losun um einnar milljónar bifreiða á einu ári. Til samanburðar aka um 250 milljónir bíla um stræti Evrópu, að sögn Washington Post. „Þetta er ekki smávægilegt en á stærð við meðalstóra bandaríska borg, eitthvað af þeirri stærðargráðu. Það eru svo margar uppsprettur um allan heim. Hver einstakur atburður er yfirleitt lítill. Ég held að þessi falli í þann flokk,“ segir Drew Shindell, prófessor í jarðvísindum við Duke-háskóla við bandaríska blaðið. David Archer, prófessor í jarðvísindum við Háskólann í Chicago í Bandaríkjunum, segist telja að stór hluti metansins frá Nord Stream-leiðslunum hafi leyst upp í sjónum. Þó að lekinn virðist stór blikni hann í samanburði við daglega losun vegna landbúnaðar. Losun frá olíulindum og nautgripum sé mun meiri en erfiðari að sjá fyrir sér. „Ef sprengingin í Eystrasaltinu virðist stór þá er það vegna þess að hún er öll á einum stað,“ segir hann við AP-fréttastofuna. Tvöfalt til þrefalt meiri losun en olíu- og gasfyrirtækin segja Metangaslekar eru einnig algengir um allan heim. Þannig sýna gervihnattaathuganir að metanlosun frá olíu- og gasiðnaðinum er mun meiri en fyrirtækin halda sjálf fram. Gasið sleppur frá gaslindum, leiðslum og þrýstistöðvum og útflutningsmiðstöðvum fyrir fljótandi gas. Thomas Lauvaux frá Háskólanum í Reims í Frakklandi segir AP-fréttastofunni að metanlosun frá olíu- og gasvinnslu sé vanalega að minnsta kosti tvöfalt meiri en fyrirtækin gefa upp. Hann og samstarfsmenn hans hafa fylgst með fleiri en 1.500 stórum metangaslekum um allan heim með hjálp gervihnatta. Í Permdældinni í Texas, stærsta olíu- og gasvinnslusvæði Bandaríkjanna, hefur metanlosunin verið tvöfalt til þrefalt meiri. Lekarnir eru oft síður en svo óhöpp. Gasvinnslufyrirtæki láta þannig flest metan leka út í andrúmsloftið þegar þau þurfa að tæma leiðslur fyrir viðhald. Í sumum tilfellum reyna olíu- og gasfyrirtæki að minnka metanlosun með því að brenna umframgas. Við brunann verður til koltvísýringur. Rannsókn sem vísindamenn frá Háskólanum í Michigan birtu í gær bendir til þess að metanlosun vegna bruna af þessu tagi sé allt að fimmfalt meiri en talið var. Í mörgum tilfellum virkar logarnir sem eiga að brenna gasið ekki eða þá að ekki er kveikt á þeim þannig að metanið sleppur beint út í andrúmsloftið. Stærstur hluti metanlosunarinnar er hins vegar ekki frá jarðefnaeldsneyti heldur frá uppsprettum eins og landbúnaði, rotnandi úrgangi og jafnvel rotnandi plöntum í uppistöðulónum. Áætlað er að metan vegna jarðefnaeldsneytis sé tæpur þriðjungur losunarinnar. Mikill styrkur metans yfir Skandinavíu Athuganastöðvar í Svíþjóð hafa mælt allt að 20-25 prósent hærri styrk metans í lofti en vanalega frá því að leiðslurnar rofnuðu á mánudag. Gasið er þrátt fyrir það ekki hættulegt heilsu manna í þeim styrk. Í Noregi og Finnlandi hefur styrkur metans einnig mælst óvenjuhár. „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt á athuganastöðvum okkar,“ segir Cathrine Lund Myhre frá Loftrannsóknastofnun Noregs. Norska ríkisútvarpið NRK segir að út frá styrk metans sem mælist nú í Skandinavíu hafi sérfræðingar reiknað út að um 80.000 tonn metans hafi losnað út í andrúmsloftið. Það sé um fjórfalt meira en árleg metanlosun frá olíu- og gasframleiðslu Noregs. Spálíkan á vefsíðu NRK sýnir að leifar gasskýsins gæti náð að norðurströnd Íslands síðdegis í dag. Jasmine Cooper, rannsakandi við hugveituna Sjálfbæru gasstofnunina, segir Washington Post að ólíklegt sé að lekinn í Eystrasalti ógni sjávarlífverum á sama hátt og olíuleki. „Umhverfisáhrifin verða á hnattræna hlýnun,“ segir hún. Enginn hefur nákvæmar upplýsingar um umfang lekans en dönsk yfirvöld áætla þó að þeir gætu stöðvast á sunnudag. Þegar það gerist verður loks hægt að byrja að meta skemmdirnar og rannsaka hvað olli því að leiðslurnar rofnuðu.
Loftslagsmál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04 Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. 29. september 2022 14:04
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Danir telja sprengingarnar hafa verið skemmdarverk Forsætisráðherra Danmerkur sagði á blaðamannafundi fyrr í kvöld að dönsk yfirvöld telji að sprengingarnar tvær, sem ollu leka á Nord stream gasleiðslunum í gær, hafi verið skemmdarverk. Hún sagðist þó ekkert geta gefið upp um hverjir eru taldir standa að baki skemmdarverkum. 27. september 2022 19:52