Erlent

23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kona kveður mann sem hefur verið kvaddur til herþjónustu í Úkraínu.
Kona kveður mann sem hefur verið kvaddur til herþjónustu í Úkraínu. epa/Yuri Kochetkov

Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga.

Fólkið í bílalestinni er sagt hafa verið á leið til borgarinnar Zaporizhzhia til að sækja ættingja sína og koma þeim burtu.Myndskeið frá vettvangi sýna fólk og gæludýr látin inni í og fyrir utan bifreiðarnar. Fjórar eldflaugar eru sagðar hafa lent á staðnum þar sem fólkið hafði safnast saman.

Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun í dag leggja blessun sína yfir innlimun fjögurra héraða í Úkraínu, þeirra á meðal Zaporizhzhia. 

Forsetinn hefur viðurkennt að ýmislegt hafi misfarist við herkvaðninguna sem nú stendur yfir og menn verið kallaðir til sem áttu að vera undanþegnir. Þetta verði allt saman leiðrétt.

Breska varnarmálaráðuneytið segir aðbúnað Rússa í Úkraínu slæman og að sumum þeirra sem hafa verið kvaddir til á síðustu dögum hafi verið sagt að verða sér sjálfir út um fyrstu hjálp. Þá hafi þeim verið bent á að dömubindi og túrtappar væru hagkvæmur kostur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×