Arsenal, Chelsea og Liverpool vilja vera eins og City Group Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 14:30 John Henry er aðaleigandi FSG sem á meirihluta í Liverpool. Nordicphotos/Getty Ensk stórlið vilja feta í fótspor Manchester City og eiga fjölda félaga sem mynda net um hnöttinn. City Group, sem á Manchester City, á einnig meirihluta í félögum í ellefu öðrum löndum um allan heim. Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Todd Boehly, nýr eigandi Chelsea, er strax kominn á fullt í leit að félögum til að festa kaup á eftir að hafa gengið frá kaupunum á Chelsea í sumar. Santos frá Brasilíu er sagt hafa hafnað tilraun hans til kaupa félagið og þá er Tom Glick, yfirmaður fjárfestinga hjá Chelsea, sagður vera að skoða möguleika í Belgíu og Portúgal. Að eiga slíkt net félaga er sagt koma sér vel til að þróa leikmenn fyrir ensku félögin og þá geta þau laðað að sér unga og efnilega leikmenn innan heimalandanna. City Group á fjögur félög í Evrópu, utan Manchester City; Girona á Spáni, Lommel í Belgíu, franska liðið Troyes og þá bættist Palermo á Ítalíu við í sumar. Þess utan á fjárfestingafélagið Yokohama Marinos í Japan, Sichuan Jiuniu í Kína, auk City-liðanna Melbourne City í Ástralíu, Montevideo City í Úrúgvæ, Mumbai City á Indlandi og New York City í Bandaríkjunum. Manchester, Melbourne, Mumbai og New York City urðu öll landsmeistarar í sinni deild árið 2021. FSG og Kroenke sterk vestanhafs Stan Kroenke, eigandi Arsenal, er sagður skoða kaup á félögum í Brasilíu, Belgíu og Portúgal. Kroenke er víðamikill innan bandarískra íþrótta en hann á NFL-meistara Los Angeles Rams, sem unnu Ofurskálina í febrúar. Hann á einnig Colorado Rapids í MLS-deildinni í fótbolta, Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta auk Colorado Avalanche í NHL-deildinni í íshokkí. Fenway Sports Group, sem á Liverpool, á tvö stór lið í bandarísku íþróttunum. Stórliðið Boston Red Sox í MLB-deildinni í hafnabolta hefur verið í þeirra eigu um hríð sem og Pittsburgh Penguins í NHL. FSG seldi hins vegar stóran hlut í RedBird Capital í fyrra, en það félag keypti ítölsku meistarana AC Milan í ágúst og á einnig 85% hlut í Toulouse frá Frakklandi. Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er sagt ýta á eftir félögum að byggja upp net sem þetta. Erfiðara reynist nú en áður fyrir erlenda leikmenn að fá atvinnuleyfi á Englandi og er þá hægt að byggja leikmenn upp hjá venslaliðunum til að auka líkur á leyfi síðar meir.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira