Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2022 10:42 Hilaree Nelson á göngu nærri þorpinu Samdo á leið sinni að Manaslu. Facebook/Hilaree Nelson Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra. Fjallamennska Nepal Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Nelson, sem er afar reynslumikill göngukappi, sagði í færslu á Instagram á dögunum að líðan hennar væri öðruvísi en í fyrri göngum. Hún væri ekki jafn örugg og venjulega. Slysið varð sama dag og nepalskur göngumaður fórst og fjölmargir slösuðust í snjóflóði á svipuðum slóðum. Skipuleggjandi ferðarinnar tjáir AFP að enn sé óljóst hvers lags slysið varð. Manaslu er 8163 metra hátt fjall. Snjóflóð féll í fjallinu á kaflanum á milli grunnbúða þrjú og fjögur. Nepalskur göngugarpur fórst og tólf særðust. Um er að ræða fyrsta staðfesta dauðsfallið í haustvertíðinni í fjallgörðum Nepal í ár. Mikil rigning og snjókoma hafa gert göngufólki erfitt fyrir í fjöllunum í Nepal undanfarna daga. Veðrið gerir leitarfólki sömuleiðis erfitt fyrir. „Mér hefur ekki liðið jafn öruggri á Manaslu eins og mér hefur liðið í fyrri ferðum mínum í þunnt andrúmsloftið í Himalaya-fjöllunum,“ sagði Nelson í færslu á Instagram á fimmtudag. Nelson er 49 ára og er eitt helsta andlit North Face fatalínunnar. Á heimasíðu fyrirtækisins er henni líst sem afkastamesta skíðakappa sinnar kynslóðar. Árið 2012 varð hún fyrsta konan til að toppa bæði Everest og Lhotse á innan við sólarhring. Sex árum síðar var hún fyrst til að skíða niður af Lhotse. Fyrir það var hún verðlaunuð af National Geographic. Átta af fjórtán hæstu tindum í heimi eru í Nepal. Erlendir göngukappar fjölmenna á hverju ári til landsins sem hefur töluverðar tekjur af starfseminni. Göngur lágu því sem næst niðri í heimsfaraldrinum en opnað var á ný fyrir göngufólk í fyrra.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira