Erlent

Edward Snowden fær rúss­neskan ríkis­­borgara­rétt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti íhugaði meðal annars að náða uppljóstrarann.
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti íhugaði meðal annars að náða uppljóstrarann. Getty/Carstensen

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. 

Snowden sótti um ríkisborgararéttinn fyrir tveimur árum síðan en hinn 39 ára gamli Bandaríkjamaður gerði garðinn frægan þegar hann lak gögnum um starfsemi leyniþjónustu Bandaríkjanna árið 2013. Guardian greinir frá.

Talsmaður stjórnvalda í Moskvu segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi ekki mælt sér mót við Snowden. Það væri ekki á dagskrá, samkvæmt rússneska fjölmiðlinum TASS.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa í áraraðir reynt að fá Snowden afhentan til Bandaríkjanna til þess að hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæra um njósnir frá árinu 2013. Snowden flúði Bandaríkin í kjölfar lekans og var gefið hæli í Rússlandi og hefur verið búsettur þar allar götur síðan.

Snowden lak leynilegum gögnum árið 2013 til fjölmiðla sem sýndu að leyniþjónusta Bandaríkjanna, NSA, hefði haldið úti umfangsmiklu eftirliti bæði innanlands og erlendis.


Tengdar fréttir

Trump íhugar að náða Edward Snowden

Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi.

Einbeittu sér að árásum og hunsuðu varnir

Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.