Erlent

Trump íhugar að náða Edward Snowden

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Edward Snowden flúði Bandaríkin árið 2013.
Edward Snowden flúði Bandaríkin árið 2013. Getty/Jörg Carstensen

Donald Trump sagði í gær að hann væri að íhuga að náða uppljóstrarann Edward Snowden, sem nú er búsettur í Rússlandi. Snowden gerði garðinn frægan þegar hann lak gögnum um starfsemi leyniþjónustu Bandaríkjanna árið 2013.

Trump lét ummælin falla eftir að viðtal við hann birtist í New York Post þar sem hann sagði marga telja að bandarísk yfirvöld kæmu fram við Snowden af réttlæti. „Ég ætla að skoða þetta,“ sagði Trump í samtali við fréttamenn þegar hann ræddi mögulega náðun.

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa í áraraðir reynt að fá Snowden afhentan til Bandaríkjanna til þess að hægt sé að rétta yfir honum vegna ákæra um njósnir frá árinu 2013. Snowden flúði Bandaríkin í kjölfar lekans og var gefið hæli í Rússlandi. Snowden lak leynilegum gögnum árið 2013 til fjölmiðla sem sýndu að leyniþjónusta Bandaríkjanna, NSA, hefði haldið úti umfangsmiklu eftirliti bæði innanlands og erlendis.

Rússneskur lögmaður Snowden, Anatoly Kucherena, sagði í samtali við fréttastofu RIA að Bandaríkin ættu ekki aðeins að náða hann heldur ættu að tryggja að ekki væri hægt að lögsækja Snowden þar sem hann hefði ekki framið neinn glæp.

„Hann hugsaði ekki aðeins um hagsmuni Bandaríkjamanna heldur heimsbyggðarinnar allrar,“ sagði Kucherena.


Tengdar fréttir

Einbeittu sér að árásum og hunsuðu varnir

Sérfræðingar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, lögðu of mikla áherslu á að þróa tól til tölvuárása og ekki nægilega í að verja eigin kerfi.

Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum

Glenn Greenwald sakar ríkisstjórn Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnum dómsmálaráðherra Brasilíu í fyrra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×