Erlent

Kanslarinn greindist með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Olaf Scholz er nýkominn heim til Þýskalands úr opinberri heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Olaf Scholz er nýkominn heim til Þýskalands úr opinberri heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. AP

Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni.

Steffen Hebestreit, talsmaður hins 64 ára Scholz, segir að kanslarinn hafi farið í einangrun um leið og hann greindist og að hann ætli sér að sinna embættisverkum sínum í fjarvinnu. Muni hann þannig sækja fyrirhugaðan fund forsætisráðherra einstakra sambandsríkja í gegnum fjarfundarbúnað.

Scholz sneri aftur úr tveggja daga heimsókn til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær, en hann hafði fengið neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi bæði áður en hann hélt utan og svo aftur á sunnudag. Hann fékk svo jákvæða niðurstöðu í morgun. 

Í heimsókn sinni til Sameinuðu arabísku frustafæmanna hafði Scholz skrifað undir samning við þarlend stjórnvöld um sölu á gasi til Þýskalands.

Innanríkisráðherrann Nancy Faeser tilkynnti sömuleiðis í morgun að hún hafi greinst með Covid-19 í fyrsta sinn í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.