„Ítalía valdi okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. september 2022 07:22 Allt stefnir í að Giorgia Meloni verði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu. AP/Gregorio Borgia Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna. Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Búið er að telja atkvæði um níutíu prósent kjörstaða en Bræður Ítalíu eru með um 26 prósent atkvæða sem er í takt við lokaspár fyrir kosningarnar. Til samanburðar fékk flokkurinn um fjögur prósent atkvæða í kosningunum árið 2018. Non tradiremo la vostra fiducia. Siamo #pronti a risollevare l ItaliaGRAZIE! pic.twitter.com/DabIIuhORK— Giorgia Meloni (@GiorgiaMeloni) September 26, 2022 „Ítalía valdi okkur,“ sagði Meloni þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína snemma í morgun en hún sagðist munu verða leiðtogi allra Ítala og sameina þá verði henni falið að leiða nýja ríkisstjórn. Hún yrði fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu og fyrsti öfgahægri forsætisráðherrann frá því að Benito Mussolini var við völd. Fjölmargir stjórnmálamenn hafa óskað Meloni til hamingju á samfélagsmiðlum, þar á meðal Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Balazs Orban, stjórnmálaleiðtogi ungverska forsætisráðherrans Viktor Orban, og Santiago Abascal, leiðtogi Vox á Spáni. Le peuple italien a décidé de reprendre son destin en main en élisant un gouvernement patriote et souverainiste.Bravo à @GiorgiaMeloni et à @matteosalvinimi pour avoir résisté aux menaces d une Union européenne anti-démocratique et arrogante en obtenant cette grande victoire !— Marine Le Pen (@MLP_officiel) September 26, 2022 „Ítalska þjóðin hefur tekið örlögin í sínar hendur með því að kjósa þjóðrækna og fullveldissinnaða ríkisstjórn,“ sagði Le Pen á Twitter og hrósaði þeim fyrir að hafa barist á móti „andlýðræðislegu og hrokafullu“ Evrópusambandi. Með meirihluta í báðum deildum þingsins Að því er kemur fram í frétt Reuters ættu hægri flokkarnir að ná meirihluta í báðum deildum þingsins en hinir stóru hægri flokkarnir, Bandalagið og Áfram Ítalía, eru með um níu og átta prósent atkvæða. Á vinstri vængnum fékk Lýðræðisflokkurinn um nítján prósent atkvæða og þverlægi flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin um fimmtán prósent. Kjörsókn var talsvert minni en í kosningunum árið 2018, eða tæplega 64 prósent. Gera má ráð fyrir að lokaniðurstöður muni ekki liggja fyrir fyrr en síðar í vikunni en í kjölfarið mun Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ræða við leiðtoga stærstu flokkanna og velja þann sem hann telur njóta trausts þingsins. Nýr forsætisráðherra mun þá taka við af Mario Draghi, sem mun leiða starfstjórn þangað til að ný hefur verið mynduð. Þó hægri flokkarnir séu sammála í meginatriðum um þær áskoranir sem Ítalía og heimsbyggðin stendur frammi fyrir gæti afstaða Meloni til stríðsins í Úkraínu valdið einhverjum ágreiningi. Hún styðjur Atlantshafsbandalagið og Úkraínu í stríðinu á meðan Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, og Silvio Berlusconi, leiðtogi Áfram Ítalíu, styðja Rússlandsforseta og gagnrýna refsiaðgerðir Vesturlandanna.
Ítalía Kosningar á Ítalíu Tengdar fréttir Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48 Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Sjá meira
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. 25. september 2022 23:30
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. 25. september 2022 13:48
Hægriflokkarnir stefna á stórsigur með öfgahægrikonu í fararbroddi Ítalir ganga til þingkosninga á morgun og er baráttan hörð á milli flokkanna á hægri og vinstri vængnum. Væntanleg orkukreppa og stríðið í Úkraínu hafa áhrif á kosningarnar í ár en allt stefnir í að öfgahægriflokkur fái forsætisráðherrastólinn í fyrsta sinn frá því að Mussolini var í embætti. Kona gæti í fyrsta sinn í sögunni orðið forsætisráðherra Ítalíu. 24. september 2022 10:00