Fótbolti

Flestir á­horf­endur á leikjum Barcelona | Fleiri hjá Sunderland en Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nývangur er þéttsetinn þessa dagana.
Nývangur er þéttsetinn þessa dagana. NurPhoto/Getty Images

Þó skammt sé liðið á fótboltaveturinn er alltaf skemmtilegt að kíkja á áhugaverða tölfræði. Nú hefur meðalfjöldi áhorfenda í stærstu deildum Evrópu karla megin, og víðar, verið tekinn saman. Þar kemur nokkuð margt á óvart.

Mikil gleði virðist ríkja í Katalóníu þar sem lærisveinar Xavi Hernández leika listir sínar. Þegar Ronald Koeman þjálfaði Barcelona var stúkan á Nývangi svo gott sem tóm og virtist stuðningsfólk liðsins ekki hafa neinn áhuga á að mæta á völlinn.

Nú er öldin önnur en ekkert lið er með hærri meðaláhorfendafjölda en Barcelona. Að meðaltali mæta 83.383 manns á leiki liðsins. Þar á eftir koma þýsku félögin Borussia Dortmund [80.783] og Bayern München [75.000].

Athygli vekur að West Ham United er í 8. sæti listans sem stendur og er því það Lundúnalið sem fær flesta áhorfendur á leiki sína.

Að endingu vekur mikla athygli að B-deildarlið Sunderland, sem hefur undanfarin ár leikið í ensku C-deildinni, er með fleiri áhorfendur að meðaltali en Juventus, Napoli og önnur efstu deildarlið. Listann má sjá í heild sinni hér að ofan.

Nývangur er þéttsetinn þessa dagana.NurPhoto/Getty Images



Fleiri fréttir

Sjá meira


×