Íslenski boltinn

Ísak Snær dregur sig úr landsliðshópnum

Atli Arason skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum gegn Tékklandi síðasta föstudag.
Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum gegn Tékklandi síðasta föstudag. Diego

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og íslenska U-21 landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Ísaks.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem KSÍ sendi frá sér í gærkvöld en Fótbolti.net greinir frá því að Ísak sé að glíma við sýkingu í tönn og getur þess vegna ekki tekið þátt í leiknum mikilvæga gegn Tékkum í umspili um laust sæti á EM.

Ekki liggur fyrir hvað Ísak verður lengi frá en framundan eru mikilvægir leikir hjá Breiðablik, þar sem Blikar byrja úrslitakeppni Bestu-deildarinnar eftir átta daga á leik gegn Stjörnunni þann 3. október.

Ísland verður einnig án Kristals Mána og Sævars Atla í seinni leiknum í Tékklandi. Kristall er einnig að glíma við meiðsli en Sævar er í leikbanni. Tékkar unnu fyrri leikinn hér heima 1-2 en liðin leika síðari viðureignina í Tékklandi næsta þriðjudag.

Hilmir Rafn Mikaelsson kemur inn í hópinn í stað Ísaks en Hilmir er samningsbundinn ítalska liðinu Venezia. Hægt er að sjá upprunalega hópinn með því að smella hér.

Hilmir Rafn Mikaelson í leik með íslenska U-19 landsliðinu gegn því norska.Hulda Margrét

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.