„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 18:30 Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Diego Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð. „Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
„Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira