Enski boltinn

Skytturnar ekki í vand­ræðum með ná­granna sína í Totten­ham

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tveir leikir, tveir sigrar og nóg af mörkum.
Tveir leikir, tveir sigrar og nóg af mörkum. Twitter@ArsenalWFC

Arsenal vann þægilegan 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Leikið var á Emirates vellinum og rúmlega 47 þúsund manns mættu á leikinn.

Það er ákveðinn gæðamunur á liðunum enda er því spáð að Arsenal berjist við Chelsea um titilinn á meðan Tottenham mun berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni. Það kom þó eilítið á óvart hversu fljótt Arsenal braut múrinn en strax á fimmtu mínútu kom Evrópumeistarinn Beth Mead heimaliðinu yfir.

Hollenska markamaskínan, Vivianne Miedema, tvöfaldaði forystuna í þann mund sem fyrri hálfleik var að ljúka og staðan 2-0 þegar flautið gall. Sama var upp á teningnum í síðari hálfleik, Rafaelle kom Skyttunum í 3-0 eftir hornspyrnu Mead og leikurinn svo gott sem búinn. 

Miedema setti svo skrautið á kökuna með öðru marki sínu og fjórða marki Arsenal um miðbik hálfleiksins og lauk leiknum með öruggum 4-0 sigri Arsenal. 

Skytturnar hafa þar með unnið báða sína leiki til þessa og er sem stendur á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.