Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 08:01 Heiðar Helguson og Oliver Kahn, þáverandi markvörður Þýskalands, á góðri stundu. Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45
Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00