Enski boltinn

Foster sviptur ökuréttindum

Atli Arason skrifar
Ben Foster, markvörður Watford.
Ben Foster, markvörður Watford. Getty Images

Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi.

Þessi 38 ára enski markvörður var tekin á 160 kílómetra hraða á klukkustund á Teslu bifreið sinni, þar sem hámarkshraðinn er 110. Hraðaksturinn átti sér stað í apríl á síðasta ári.

Foster mætti ekki í réttarhöldin í Wycombe þar sem dómurinn var kveðinn upp. Fyrir ofsaaksturinn fær hann 6 refsipunkta en hafði áður fengið 6 punkta. Samkvæmt umferðarlögum í Bretlandi missir einstaklingur ökuréttindin í hálft ár fyrir 12 uppsafnaða punkta.

Þessi fyrrum markvörður Manchester United var sektaður um tæpar 400 þúsund krónur fyrir athæfið, upphæð sem er dropi í hafið fyrir Foster sem þénar um 700 þúsund krónur á hverjum degi.

Það ætti ekki að trufla markvörðinn mikið að vera bíllaus þar sem hann fer flestar vegalengdir sínar á reiðhjóli. Foster heldur úti vinsælli youtube rás þar sem hann sýnir frá ævintýrum sínum á reiðhjólinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×