Margréti Friðriks vísað úr flugvél Icelandair Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2022 15:33 Eftir rekistefnu í flugvélinni í morgun, milli flugliða og Margrétar Friðriksdóttur, ákváð áhöfnin að kalla til lögreglu og fékk Margrét ekki að fljúga með vélinni til Munchen. vísir/vilhelm/aðsend Margrét Friðriksdóttir, sem er ritstjóri vefsins Frettin.is, var á leið til Rússlands í morgun en var vísað úr flugvélinni, er strandaglópur á Íslandi og getur því ekki fjallað af eigin raun um ástandið á herteknu svæðunum í Úkraínu. Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“ Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Flugþjónar kölluðu til lögreglu eftir að til mikillar rekistefnu kom í flugvélinni. Margrét var afar ósátt við það hvernig flugþjónarnir vildu höndla með handfarangur hennar auk þess sem þeir skipuðu henni að setja upp grímu. „Ég var á leiðinni til Moskvu en átti að millilenda í Munchen. Ég var með dýran búnað í handfarangri, svona cabin bag, sem ég hef ferðast með útum allt með fullt af flugfélögum. Ég var búin að greiða fyrir töskuna en þá segja þau mér að það sé ekkert pláss fyrir hana í vélinni og vildu setja hana í farangursrýmið. Með þessum dýra búnaði!“ segir Margrét í samtali við Vísi. Og fer ekki leynt með að hún er afar ósátt við það viðmót sem henni mætti. Í lögreglufylgd frá borði Margrét segir að þegar hún kom að sæti sínu hafi hún séð að þar var pláss fyrir þrjár töskur en þær í flugliðahópnum hafi verið alveg harðar á því að hún fengi ekki að hafa töskuna í farþegarýminu. Umræddar töskur sem Margrét fékk ekki að hafa með sér í flugvélina.margrét friðriksdóttir „Það er oft sem farangur týnist en þær voru ekkert ánægðar með að ég væri að benda þeim á að það væri pláss. Og svo segja þær að það sé grímuskylda,“ segir Margrét og þá hafi nú eiginlega steininn tekið úr. Hún var stödd í íslenskri lögsögu og þar sé ekki grímuskylda. „Og sú sem sagði þetta við mig var ekki með grímu sjálf!“ Þessi samskipti leiddu svo til þess að ákveðið var að Margrét fengi ekki að fljúga með vélinni. „Þeim fannst ég vera með eitthvað vesen og sögðu að ég fengi ekki að fljúga með. Og var ég þó búin að setja upp grímu. Þær sögðust vilja hringja á lögregluna og ég sagði þeim bara að gera það,“ segir Margrét. Hún stóð svo ásamt flugliðum við útganginn og þaðan mátti sjá inn í opinn flugstjóraklefann. Margrét sagði nokkur vel valin orð við flugstjórann, spurði hvort hún ætti virkilega ekki að fá að fluga með þeim? Hennar skilningur er sá að flugstjóranum hafi fundist þetta hið einkennilegasta. Og þegar lögreglan kom og fylgdu henni að þjónustuborðinu, þá hafi það allt verið með friði og spekt. Erna Ýr allslaus í Moskvu Margrét segir að nú sé unnið að því að fá flugmiðann endurgreiddan og hún segir ekki ósennilegt að hún eigi kröfu á hendur Icelandair, því tjónið sé tilfinnanlegt. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður Fréttarinnar er þegar komin út en þær tvær ætluðu að fara til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Nú sé hins vegar komið babb í bátinn því Margrét er með búnaðinn og Erna Ýr því vanbúin til að taka upp það sem fyrir augu ber. Margrét segir það rétt að um sé að ræða boðsferð, væntanlega kostuð að rússneskum stjórnvöldum en það hefur þó ekki fengist staðfest nákvæmlega hver stendur straum af því. Það eru einhverjir sjóðir, að sögn Margrétar. „Konráð Magnússon stendur fyrir þessu og hann leitaði eftir blaðamönnum, sagðist vera að leita óháðum blaðamönnum til að fjalla um ástandið og við þáðum þetta boð. Ekki veitir af,“ segir Margrét. Hún segir að nú sé unnið að því að koma henni út, væntanlega þá með öðru flugi Icelandair. „Þeir verða að redda þessu.“
Fjölmiðlar Icelandair Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Íslendingar erlendis Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira