Erlent

Japan opnar landa­mærin í októ­ber og styrkir ferða­þjónustu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Kishida er staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna.
Kishida er staddur í New York vegna aðalfundar Sameinuðu þjóðanna. Anna Moneymaker

Langt hlé hefur verið á ferðamennsku í Japan vegna kórónuveirufaraldursins en nú er útlit fyrir að varúðarráðstafanir vegna faraldursins verði látnar niður falla og landamærin opnuð á ný.

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að landamæri Japan muni opna þann 11. október næstkomandi, nú verði hægt að nálgast vegabréfsáritanir til þess að ferðast þangað á ný. Höft á komu erlendra ferðamanna til landsins vegna faraldursins muni brátt heyra sögunni til.

Forsætisráðherra Japan, Fumio Kishida tilkynnti breytinguna á blaðamannafundi í New York í gær. Kishida er staddur í New York til þess að sækja aðalfund Sameinuðu þjóðanna.

Á blaðamannafundinum sagði Kishida að þegar landamærin yrðu opnuð myndu stjórnvöld veita Japönum ferðaafslætti ásamt öðru til þess að hvetja borgara til þess að styðja við japanska ferðamannaiðnaðinn. 

Mikill viðbúnaður hefur verið vegna kórónuveirufaraldursins í Japan en í tvö og hálft ár hafi verið miklar hömlur á því hverjir gætu komið inn í landið. Þann 29. nóvember 2021 tilkynnti Kishida til dæmis að erlendum ferðamönnum yrði bannað að koma til Japan. Landamærunum var þá lokað vegna Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.