Ekki á dagskrá að sjá hjól- og fellihýsaeigendum fyrir geymsluplássi á sumrin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 14:25 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lagði fram fyrirspurn um málið í umhverfis- og skipulagsráði. Vísir/Vilhelm Ekki er á dagskrá Reykjavíkurborgar að útvega eigendum hjól- og fellihýsa sérstakt geymslupláss fyrir farartækin yfir sumartímann. Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun meirihluta borgarfulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vegna fyrirspurnar Kolbrúnar Baldursdóttur, áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, í ráðinu. Fyrirspurninni var vísað frá. Í fyrirspurn Kolbrúnar, sem lögð var fram í síðasta mánuði, segir að í Kópavogi og Hafnarfirði hafi bæjaryfirvöld boðið íbúum að geyma hjól- og fellihýsin á svæðum í eigu sveitarfélaganna sem séu illa nýtt. „Þetta gæti t.d. verið skólalóð á þeim tíma sem skólar eru í sumarfríi eða við íþróttamannvirki,“ segir Kolbrún. Áfram segir í fyrirspurninni að mikil fjölgun hafi orðið á hjól- og fellihýsum og að margir íbúar borgarinnar kjósi að eiga slík hýsi. Því sé eðlilegt að Reykjavíkurborg hugi að þessum hópi og kanni hvort að ekki megi þjónusta hann. „Ljóst er að þessi hópur er á hrakhólum í dag og spurning hvort að borgin eigi því ekki að koma að þessu,“ segir Kolbrún sem spyr svo hver stefna borgarinnar sé í þessum málum. Eðlilegt að þau séu geymd heima eða leigð pláss Í svari meirihluta fulltrúa á fundi ráðsins, sem haldinn var í gær, segir að það sé ekki stefna borgarinnar að sjá íbúum fyrir bílastæðum í borgarlandi undir farartæki sem fyrst og fremst séu ætluð til tómstundaiðkunar og standi gjarnan óhreyfð löngum stundum. „Það getur ekki talist óeðlilegt að þau sem vilja eiga hjól- og fellihýsi geri ráð fyrir geymsluplássi fyrir þau á sínum lóðum eða leigi slíkt pláss af öðrum,“ segir í bókuninni. „Svo mörg voru þau orð“ Kolbrún segir í sinni bókun að ljóst sé af svarinu að skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafi ekki áhuga á að þjónusta þennan hóp. „Svo mörg voru þau orð,“ segir í lok bókunarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Tjaldsvæði Flokkur fólksins Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira