Erlent

Dana­drottning greinist með Co­vid í annað sinn

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur Danadrottning og Friðrik krónprins voru viðstödd útför Elísabetar Bretlandsdrottningar á mánudag.
Margrét Þórhildur Danadrottning og Friðrik krónprins voru viðstödd útför Elísabetar Bretlandsdrottningar á mánudag. Getty

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna í annað sinn.

Í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni segir að drottningin hafi greinst í gærkvöldi og hafist við í höllinni Fredensborg á norðurhluta Sjálands. Búið sé að fresta öllum þeim verkefnum sem drottningin var með á dagskrá þessa vikuna.

Margrét Þórhildur er nýkomin heim frá Bretlandi þar sem hún sótti útför Elísabetar Bretlandsdrottningar á mánudag.

Þetta er í annað sinn sem Danadrottning greinist með Covid-19 en hún greindist í fyrsta sinn í febrúar síðastliðinn.

Í tilkynningunni segir að Friðrik krónprins og Mary prinsessa muni hýsa fyrirhuguðum hátíðarkvöldverði í Kristjánsborgarhöll næsta föstudag í stað drottningar, þar sem fulltrúum dönsku ríkisstjórnarinnar, þingsins og dönskum Evrópuþingmönnum er boðið.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.