Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 06:20 Ef marka má erlenda miðla hefur Pútín hvatt „sjálfboðaliða“ í Donbas til að taka upp vopn gegn Úkraínumönnum. AP/Alexei Nikolsky Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira