Taiwo Awoniyi kom Forest yfir snemma leiks og var heimaliðið 1-0 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum byrjuðu frábærlega í síðari hálfleik og skoruðu þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum.
Tosin Adarabioyo jafnaði metin, João Palhinha kom Fulham yfir og Harrison Reed bætti þriðja markinu við þegar klukkustund var liðin. Þegar þrettán mínútur voru til leiksloka þá minnkaði Lewis O‘Brien muninn fyrir heimaliðið en nær komst Forest ekki og Fulham vann 3-2 sigur.
Aston Villa vann 1-0 sigur á Southampton þökk sé sigurmarki Jacob Ramsey í fyrri hálfleik.
Fulham er nú í 6. sæti deildarinnar með 11 stig að loknum sjö umferðum en Nottingham er í 19. sæti með fjögur stig. Aston Villa fór upp í 13. sæti með sjö stig en Southampton er sæti ofar með jafn mörg stig.