Pútín og Xi ávarpa leiðtogafund í Úsbekistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 08:31 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping leiðtogi Kína funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu frá innrás Rússa í Úkraínu. Getty/Kreml Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping leiðtogi Kína munu ávarpa leiðtogafund, sem fer fram í Úsbekistan í dag. Pútín og Xi munu sækja fund á vegum Sjanghæ samstarfssamtakanna (SCO), evrasískra samtaka sem ríkin tvö hafa leitt frá því þau voru stofnuð. Samtökin skipa fjöldi stórra ríkja, sem ekki teljast til Vesturvelda, þar á meðal Indland, Íran og Pakistan. Pútín sagði á fundi með Xi í gær að hann skildi vel að kínverski leiðtoginn hefði áhyggjur af stöðunni í Úkraínu en hrósaði í leiðinni Xi fyrir afstöðu hans gagnvart átökunum. Að sögn Pútíns einkennist afstaða Xi af „jafnvægi.“ Pútín og Xi funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að loknum fundi sagði að afstaða ríkjanna tveggja til alþjóðamála væri sú nákvæmlega sama, ríkin deildu ekki um einn einasta hlut. Þá muni ríkin halda áfram að stíga í takt, þar á meðal á komandi fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum að loknum fundi var ekkert minnst á stöðuna í Úkraínu en kínversk stjórnvöld hafa lítið viljað tjá sig um hana. Í þau skipti sem kínversk stjórnvöld hafa minnst á stríðið hafa þau kallað það innrás, en aldrei stríð. Auk leiðtogafundarins mun Pútín funda með leiðtogum Aserbaídsjan, Indlands og Tyrklands í dag. Rússland Kína Úsbekistan Tengdar fréttir Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Pútín og Xi munu sækja fund á vegum Sjanghæ samstarfssamtakanna (SCO), evrasískra samtaka sem ríkin tvö hafa leitt frá því þau voru stofnuð. Samtökin skipa fjöldi stórra ríkja, sem ekki teljast til Vesturvelda, þar á meðal Indland, Íran og Pakistan. Pútín sagði á fundi með Xi í gær að hann skildi vel að kínverski leiðtoginn hefði áhyggjur af stöðunni í Úkraínu en hrósaði í leiðinni Xi fyrir afstöðu hans gagnvart átökunum. Að sögn Pútíns einkennist afstaða Xi af „jafnvægi.“ Pútín og Xi funduðu í gær í fyrsta sinn í persónu eftir að stríðið í Úkraínu hófst. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að loknum fundi sagði að afstaða ríkjanna tveggja til alþjóðamála væri sú nákvæmlega sama, ríkin deildu ekki um einn einasta hlut. Þá muni ríkin halda áfram að stíga í takt, þar á meðal á komandi fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum að loknum fundi var ekkert minnst á stöðuna í Úkraínu en kínversk stjórnvöld hafa lítið viljað tjá sig um hana. Í þau skipti sem kínversk stjórnvöld hafa minnst á stríðið hafa þau kallað það innrás, en aldrei stríð. Auk leiðtogafundarins mun Pútín funda með leiðtogum Aserbaídsjan, Indlands og Tyrklands í dag.
Rússland Kína Úsbekistan Tengdar fréttir Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59 Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36 Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14. september 2022 10:59
Segir heiminum stafa ógn af viðskiptaþvingunum Vesturlanda Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu séu skammsýnar og að heiminum öllum stafi ógn af þeim – heimi sem í síauknum mæli beini sjónum sínum að Asíu. 7. september 2022 08:36
Evrópusambandið ætlar að hefta aukin áhrif Kína og Rússlands í S-Ameríku Evrópusambandið ætlar að ráðast í herferð til að bæta stöðu sína á meðal ríkja Suður-Ameríku. Sambandið þykir hafa vanrækt ríki álfunnar á sama tíma og Rússland og Kína hafa styrkt stöðu sína. 22. ágúst 2022 07:00