„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 15:00 Elísa Viðarsdóttir og Cyera Hintzen bjuggu til afar laglegt mark fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira