„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 15:00 Elísa Viðarsdóttir og Cyera Hintzen bjuggu til afar laglegt mark fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira
Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Arsenal og Liverpool mætast í stórleik Sport Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Fleiri fréttir Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Sjá meira