„Getum gleymt því að eitthvað mikið gerist“ Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 15:00 Elísa Viðarsdóttir og Cyera Hintzen bjuggu til afar laglegt mark fyrir Val gegn Breiðabliki. VÍSIR/VILHELM Valskonur svo gott sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta, annað árið í röð, með 1-1 jafnteflinu við Breiðablik í vikunni. Það er í það minnsta mat sérfræðinganna í Bestu mörkunum. Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Stórleik Vals og Breiðabliks var til umfjöllunar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hrósuðu Blikum fyrir sína frammistöðu. Þær sögðu alveg ljóst hvort liðið hefði verið í leit að sigri og hvort hefði verið sátt við jafntefli, en jafnteflið þýðir að Valur heldur sex stiga forskoti þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir. „Maður skilur svekkelsi Blika. Það var tækifæri til að vinna Val sem var ekki á sínum besta leik. Leikmenn eins og Þórdís og Ásdís voru ekki að finna sig, sömuleiðis Sólveig. Cyera var með mesta lífsmarkið í sóknarleik Valsliðsins,“ sagði Margrét Lára og Mist hrósaði Ásmundi Arnarssyni fyrir það hvernig Blikar lögðu upp sinn leik. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um stórleikinn Staðan er samt sem áður sú að Íslandsmeistaratitillinn blasir áfram við ríkjandi meisturum Vals. „Valsliðið lítur vel út og það þarf eitthvað mikið að gerast til að þetta klárist ekki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi þáttarins. „Ég held að við getum gleymt því að eitthvað mikið muni gerast. Það eru svo miklar fagkonur í þessu Valsliði. Auðvitað getur öllum fatast flugið og allir klikkað, en þær eru ekki að fara að taka upp á því að tapa fleiri stigum í þessu móti,“ sagði Mist og Margrét bætti við: „Þær eru algjörlega niðri á jörðinni og vita hvað þarf til. Þær hafa mikið sjálfstraust og trúa því ekki að þær geti tapað leik, enda tapa þær varla leik. Þær eru með frábæra vörn og skora alltaf 1-2 mörk, og stundum fleiri.“ Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti