Telja að systrum hafi verið nauðgað áður en þær voru hengdar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 09:35 Fjölskylda stúlknanna segir að þeim hafi verið rænt, nauðgað og svo myrtar. Getty/Sunil Ghosh Lögreglan í indverska héraðinu Uttar Pradesh telur að systrum á unglingsaldri, sem fundust hengdar í tré, hafi verið nauðgað áður en þær voru myrtar. Sex hafa verið handteknir vegna málsins. Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana. Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Lík systranna tveggja fundust síðdegis í gær á Lakhimpur svæðinu í gær. Lögregla hóf rannsókn eftir að fjölskylda systranna hélt því fram að þeim hafi verið rænt og nauðgað. Þá hafa lík þeirra verið send til krufningar. Systurnar, sem hvorug var orðin átján ára gömul, voru hluti af Dalit stéttinni, neðstu stétt indverska stéttakerfisins. Þrátt fyrir stjórnarskrárvarin réttindi verður fólk af stéttinni oft fyrir ofbeldi og fordómum og konur úr Dalitstétt eru oft taldar líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrar. #LakhimpurCase-IG range is present at the spot. Post-mortem will be done by a panel of expert Doctors under videography.Field unit & Dog squad will collect all forensic evidences to ensure a scientific & impartial investigation.The accused shall be brought to book soon.ADG LO https://t.co/mg0vkHsXOE— UP POLICE (@Uppolice) September 14, 2022 Lögreglan hefur haldið því fram að stúlkurnar hafi þekkt árásarmenn sína en fjölskyldan neitar því. Haft er eftir móður stúlknanna í staðarmiðlum að stúlkunum hafi verið rænt af mönnum á mótorhjólum og að þegar hún hafi reynt að stöðva þá hafi þeir gengið í skrokk á henni. Fjölskyldan hafi farið að leita stúlknanna og loks fundið þær hengdar í tré. Sanjeev Suman, lögreglustjóri á svæðinu, sagði að stúlkurnar hafi verið færðar á sykurreirsakur þar sem þeim hafi verið nauðgað og þær kyrktar. Í kjölfarið hafi mennirnir hengt stúlkurnar í trénu til þess að villa um fyrir lögreglu og láta dauða stúlknanna líta út sem sjálfsvíg. Fjölskyldan mótmælti lögreglu Að sögn lögreglu var einn hinna grunuðu handtekinn eftir að til skotbardaga kom milli hans og lögreglu þegar hann reyndi að flýja. Breska ríkisútvarpið hefur eftir staðarmiðlum að lögregla hafi mætt nokkurri mótstöðu þegar hún fór að heimili fjölskyldunnar í gærkvöldi. Fjöldi nágranna hafi verið saman kominn til stuðnings fjölskyldunni á heimili hennar til að mótmæla lögreglunni. Dalit-samfélagið er sagt treysta lögreglu mjög illa vegna illrar meðferðar hennar á fólki innan stéttarinnar. Fjöldi mála hefur komið upp er varða meðlimi Dalit-stéttarinnar, þar sem lögregla er sögð hafa staðið sig illa í rannsókn mála. Til dæmis er tekin hópnauðgun og orð á nítján ára gamalli Dalit-konu árið 2020 þar sem lögregla var gagnrýnd harðlega. Fjölskylda konunnar heldur því fram að lík konunnar hafi verið brennt án samþykkis fjölskyldunnar og án þess að hún fengi tækifæri til að kveðja hana.
Indland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Fjórir teknir af lífi vegna hópnauðgunarinnar í Delí Fjórir karlmenn hafa verið teknir af lífi eftir að hafa verið dæmdir til dauða vegna hópnauðgunar og morðs í höfuðborginni Delí sem skók Indland árið 2012. 20. mars 2020 08:36
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04