Repúblikanar tvístígandi í afstöðu sinni til þungunarrofsbanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 12:21 Lindsey Graham er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Suður-Karólínu. epa/Jim Lo Scalzo Frumvarp öldungadeildarþingmannsins Lindsey Graham sem bannar þungunarrof frá 15. viku á landsvísu hefur fallið í grýttan jarðveg. Repúblikaninn Graham hafði líklega í huga að sameina flokk sinn með tillögunni en virðist algjörlega hafa mislesið stöðuna og ýmist mætt þögn eða andmælum flokkssystkina sinna. Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Repúblikanaflokkurinn er nú í nokkurri krísu hvað varðar þungunarrofsumræðuna. Flokksmenn og aðrir andstæðingar þungunarrofs fögnuðuð því ákaft þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri fyrri ákvörðun sinni um að réttur kvenna til þungunarrofs væri bundinn í stjórnarskrá. Þeir virðast hins vegar hafa verið algjörlega óundirbúnir fyrir framhaldið og hvernig haga ætti baráttunni þegar fyrrnefndum áfanga væri náð. Töluverður meirihluti Bandaríkjamanna styður rétt kvenna til þungunarrofs og margir repúblikanar hafa séð hag sínum best borgið nú skömmu fyrir þingkosningar að taka hálfgerða U-beygju og freista þess að gera lítið úr andstöðu sinni. Þetta hefur aftur kallað á hörð viðbrögð þeirra sem eru einarðlega í afstöðu sinni og vilja helst banna þungunarrof fyrir fullt og allt. Demókratar hafa bent á að frumvarp Graham er í fullkominni mótsögn við það sem hann hefur áður sagt, síðast í ágúst, um að ríkin eigi sjálf að setja lög um þungunarrof. Fjölmargir repúblikanar eru sammála því og hafa því ekki viljað tjá sig um tillögur Graham. Þá ganga tillögurnar mun lengra en margir repúblikanar vilja en stór hópur vill miða bann við sex vikur. Ef hugmyndir Gramham næðu fram að ganga yrðu breytingarnar hins vegar takmarkaðar, þar sem 93 prósent kvenna gengst undir þungunarrof fyrir 13 viku og þá gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum undanþágum, til að mynda ef um er að ræða nauðgun, sifjaspell eða ógn við heilsu móðurinnar.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira