Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 10:59 Xi Jinping hóf fyrstu opinberu ferð sína í rúmt tvö og hálft ár með því að fara til Kasakstan. EPA/Forsetaembætti Kasakstan Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. Fundinn sækja leiðtogar ríkja sem tilheyra svokölluðu öryggisbandalagi Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. AP fréttaveitan segir að Kínverjar og Rússar, sem leiða þennan hóp, líti á hann sem nokkurs konar mótvægi gegn þeim bandalögum sem Bandaríkjamenn hafa gert í Austur-Asíu. Xi ætlar að kynna nýja áætlun sem á að vera ætlað að tryggja heimsöryggi á þessum fundi. Hann hefur þó lítið sagt um hvað hún á að fela í sér. Þá mun Xi eiga fund með Pútín en ráðgjafi rússneska forsetans segir að á þeim fundi verði innrás Rússa í Úkraínu til umræðu. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Einn af æðstu embættismönnum Kína lagði nýverið til að Kínverjar styrktu samband sitt við Rússland og að samvinna ríkjanna yrði meiri. Li Zhanshu sagði það vera nauðsynlegt vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn ríkjunum tveimur, samkvæmt frétt South China Morning Post. Þetta sagði Li eftir ferðalag til Rússlands í síðustu viku þar sem hann fundaði meðal annars með Vyacheslav Volodin, forseta rússneska þingsins, og öðrum embættismönnum. Kína Kasakstan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fundinn sækja leiðtogar ríkja sem tilheyra svokölluðu öryggisbandalagi Sjanghæ eða SCO. Að undanskildum ríkisstjórnum Rússlands og Kína eru ríkisstjórnir Indlands, Kasakstans, Kirgistans, Pakistans og Tadsíkistan í hópnum. AP fréttaveitan segir að Kínverjar og Rússar, sem leiða þennan hóp, líti á hann sem nokkurs konar mótvægi gegn þeim bandalögum sem Bandaríkjamenn hafa gert í Austur-Asíu. Xi ætlar að kynna nýja áætlun sem á að vera ætlað að tryggja heimsöryggi á þessum fundi. Hann hefur þó lítið sagt um hvað hún á að fela í sér. Þá mun Xi eiga fund með Pútín en ráðgjafi rússneska forsetans segir að á þeim fundi verði innrás Rússa í Úkraínu til umræðu. Vesturlönd hafa biðlað til ráðamanna í Peking um að styðja ekki við bakið á Rússum vegna innrásarinnar og framfylgja refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna hennar. Einn af æðstu embættismönnum Kína lagði nýverið til að Kínverjar styrktu samband sitt við Rússland og að samvinna ríkjanna yrði meiri. Li Zhanshu sagði það vera nauðsynlegt vegna refsiaðgerða og viðskiptaþvingana Vesturlanda gegn ríkjunum tveimur, samkvæmt frétt South China Morning Post. Þetta sagði Li eftir ferðalag til Rússlands í síðustu viku þar sem hann fundaði meðal annars með Vyacheslav Volodin, forseta rússneska þingsins, og öðrum embættismönnum.
Kína Kasakstan Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira