Vísbendingar um heimatilbúnar sprengjur á Selfossi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 18:17 Lögreglustöðin á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi segir að undanfarna daga hafi embættinu borist tilkynningar um sprengingar á Selfossi. Leifar af sprengibúnaði beri þess merki að um heimatilbúnar sprengjur sé að ræða. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar en þar segir að meðal annars sé notast við ætandi efni við gerð sprengjanna. Efnum sé blandað saman í lokuð ílát, til að mynda plastflöskur, og við efnahvörf myndist mikið magn af gasi sem valdi sprengingu. „Þessi efni og gasið sem myndast eru hættuleg fyrir þann sem útbýr sprengjuna og þá sem eru í nágrenni við búnaðinn þegar sprengingin verður. Þá eru þekkt dæmi um að kraftur af samskonar sprengjum getur og hefur laskað hendur einstaklinga ef þær springa í höndum þeirra. Þá þarf heldur ekki að fjölyrða um skaðsemi þess að ætandi efni lendi á húð og jafnvel í andlit og augu viðkomandi.“ Lögreglan biðlar því til foreldra á svæðinu að kanna hvort börn þeirra séu að höndla með slík efni og ræða við þau um mögulega skaðsemi heimatilbúinna sprengja. Eins óskar lögreglan eftir upplýsingum sem almenningur kann að búa yfir í tengslum við sprengingarnar eða háværa hvelli sem heyrst hafa á Selfossi síðastliðna daga. „Hægt er að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 á dagvinnutíma eða með því að senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is. Ef fólk telur sig finna órofnar plastflöskur sem bera þess merki um að í þeim sé torkennileg efni skal ekki hreyfa við þeim og hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna um slíkt til lögreglu.“ Árborg Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar en þar segir að meðal annars sé notast við ætandi efni við gerð sprengjanna. Efnum sé blandað saman í lokuð ílát, til að mynda plastflöskur, og við efnahvörf myndist mikið magn af gasi sem valdi sprengingu. „Þessi efni og gasið sem myndast eru hættuleg fyrir þann sem útbýr sprengjuna og þá sem eru í nágrenni við búnaðinn þegar sprengingin verður. Þá eru þekkt dæmi um að kraftur af samskonar sprengjum getur og hefur laskað hendur einstaklinga ef þær springa í höndum þeirra. Þá þarf heldur ekki að fjölyrða um skaðsemi þess að ætandi efni lendi á húð og jafnvel í andlit og augu viðkomandi.“ Lögreglan biðlar því til foreldra á svæðinu að kanna hvort börn þeirra séu að höndla með slík efni og ræða við þau um mögulega skaðsemi heimatilbúinna sprengja. Eins óskar lögreglan eftir upplýsingum sem almenningur kann að búa yfir í tengslum við sprengingarnar eða háværa hvelli sem heyrst hafa á Selfossi síðastliðna daga. „Hægt er að hafa samband við Lögregluna á Suðurlandi í síma 444-2000 á dagvinnutíma eða með því að senda tölvupóst á netfangið sudurland@logreglan.is. Ef fólk telur sig finna órofnar plastflöskur sem bera þess merki um að í þeim sé torkennileg efni skal ekki hreyfa við þeim og hafa beint samband við 1-1-2 og tilkynna um slíkt til lögreglu.“
Árborg Lögreglumál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent