Þvinguðu ungt par í bíltúr og rændu með ógnandi tilburðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2022 16:11 Héraðssaksóknari hefur höfðað mál á hendur mönnunum tveimur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán sem hófst fyrir utan Hagkaup í Skeifunni. Þeim er gefið að sök að hafa hótað karli og konu með hníf, og látið fólkið keyra með sig um Reykjavík. Auk þess hafi þeir haft af fólkinu peninga, síma og bíllykla. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta. Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, er málavöxtum lýst þannig að mennirnir, sem eru á þrítugs- og fertugsaldri, hafi aðfaranótt 16. apríl 2020 svipt karl og konu frelsi sínu í um það bil klukkustund. Þeir hafi sest í aftursæti bifreiðar fólksins fyrir utan Hagkaup í Skeifunni, þar sem fólkið sat í framsætinu. Þeir hafi þá lagt hníf að hálsi fólksins, kýlt það í gagnaugun og gefið olnbogaskot. Eins hafi þeir hótað að stinga fólkið með sprautunál, auk þess að hafa haft í lífláts og líkamsmeiðingarhótunum við það. Því næst hafi ákærðu skipað karlmanninum, sem sat í ökumannssæti bílsins, að keyra af stað og stöðva við Glæsibæ. Þar hafi annar ákæru tekið við akstri bílsins og keyrt í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal. Þegar þangað hafi verið komið hafi ákærðu þvingað manninn til að millifæra 780.000 krónur inn á reikning annars þeirra. Næst hafi þeir skipað manninum að keyra inn á bílaplan Metro við Suðurlandsbraut, þar sem þeir hafi tekið snjallsíma karlsins og konunnar, auk þess sem þeir hafi tekið kveikjuláslykla bílsins áður en þeir yfirgáfu svæðið. Í ákæru kemur fram að konan hafi hlotið vægan heilahristing þegar mennirnir slógu hana og gáfu olnbogaskot. Ákært fyrir frelsissviptingu í ávinningsskyni Samkvæmt ákærunni telst háttsemin varða við 1. samanber 2. málsgrein 226. grein og 252. grein almennra hegningarlaga. Í fyrra ákvæðinu er fjallað um frelsissviptingu í ávinningsskyni, en þar segir að refsing fyrir verknaðinn sé að lágmarki eins árs fangelsi, en geti verið allt að 16 ár eða ævilangt. Ákæruvaldið krefst þess að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en auk þess er gerð krafa um að þeir sæti upptöku á vasahníf sem haldlagður var við rannsókn málsins. Einkaréttarkröfur karlmannsins sem fjallað er um í ákærunni hljóða upp á 1.480.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta, og beinist krafan að báðum mönnunum. Einkaréttarkröfur konunnar, sem einnig beinast að báðum ákærðu, hljóðar upp á 700.000 krónur, auk vaxta og dráttarvaxta.
Lögreglumál Reykjavík Dómsmál Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira