Viðræður leiðtoga hægriflokka hafnar Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 12:43 Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnaði í nótt. Getty Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, sátu saman hádegisverðarfund á skrifstofum Moderaterna í Stokkhólmi í dag. Sænskir fjölmiðlar segja viðræður hægriflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar vera hafnar. Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Sænska blaðið Aftonbladet segir að ákvörðun um hádegisverðarfund þeirra Kristersson og Åkesson hafi verið tekin þegar í nótt. Segir blaðið að um sé að ræða viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Åkesson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf fundinn um hvað hafi verið rætt og lagði hann áherslu á að enn væri beðið eftir endanlegri niðurstöðu kosninganna. Afar mjótt er á munum milli hægri blokkarinnar í sænskum stjórnmálum sem fær 175 þingsæti og vinstri blokkarinnar sem fær 174 þingsæti samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag, eða jafnvel fimmtudag, en eins og staðan er nú munar um 47 þúsund atkvæði á blokkunum tveimur. Allt bendir til að Svíþjóðardemókratar verði næststærsti flokkurinn á þingi, á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Segir Åkesson að það sé markmið flokksins að eiga sæti í ríkisstjórn. Myndun slíkrar stjórnar gæti þó reynst erfið þar sem Frjálslyndir, einn flokkanna í hægri flokkinni, hafa sagt að þeir muni ekki styðja stjórn þar sem Svíþjóðardemókratar eiga sæti. Johan Pehrson, formaður Frjálslyndra, gekk á fund Kristersson skömmu eftir að Åkesson yfirgaf skrifstofur Moderaterna. Hann vildi ekkert tjá sig að fundi loknum.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41 Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. 12. september 2022 07:41
Allt sem þú þarft vita um sænsku þingkosningarnar Níu dagar eru nú þar til að Svíar ganga að kjörborðinu en þingkosningar fara fram í landinu sunnudaginn 11. september. Spennan er mikil og ekki víst hvernig mál muni þróast þegar búið er að telja öll atkvæði. Þegar kemur að myndun næstu stjórnar hefur sjónum sérstaklega verið beint að Miðflokknum og svo Svíþjóðardemókrötum sem eru komnir inn í hlýjuna á hægri vængnum eftir að hafa verið einangraðir á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu fyrst inn mönnum árið 2010. 2. september 2022 09:00