Erlent

Fórnarlambanna minnst í regnbogalest í Osló

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Norðmenn munu koma saman í dag til að minnast þeirra sem féllu í skotárásinni á London Pub í sumar.
Norðmenn munu koma saman í dag til að minnast þeirra sem féllu í skotárásinni á London Pub í sumar. EPA/Geir Olsen

Fjöldi fólks hefur safnast saman í miðborg Oslóar til að minnast fórnarlamba byssumanns á hinsegin skemmtistað í borginni í sumar og til að fagna fjölbreytileikanum. Talsverður viðbúnaður er hjá lögreglu vegna regnbogalestarinnar svokölluðu til að tryggja öryggi gesta og þátttakenda. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að bæði einkennis- og óeinkennisklæddir lögreglumenn verði á staðnum. Þá hefur viðbúnaður verið settur á fjórða stig og lokað verður fyrir bílaumferð víða auk þess sem flugumferð verður óheimil yfir miðborginni. Það á einnig við um dróna. 

Tveir féllu í skotárás á skemmtistað hinsegin fólks ímiðborg Oslóar í júní og fjöldi særðist. Skotárásin var gerð 24. júní, kvöldið áður en Osló Pride átti að fara fram og var hátíðin því blásin af. Árásarmaðurinn, sem heitir Zaniar Matapour, var handtekinn á vettvangi árásarinnar.

Emelie Enger Mehl dómsmálaráðherra, Masud Gharahkhani forseti þingsins, Anette Trettebergstuen menningar- og jafnréttismálaráðherra og Abid Raja þingmaður munu taka þátt í hátíðarhöldunum í dag samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins. 

Gestir og þátttakendur munu byrja á að koma saman í Kontraskjæret klukkan þrjú að staðartíma þar sem fram mun fara minningarathöfn. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra og Gharahkhani þingforseti munu flytja þar ávarp. 


Tengdar fréttir

Á­rásar­maðurinn úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald

Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur.

Rann­saka skot­á­rásina í Osló sem mögu­legt hryðju­verk

Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×