Vaknaði við þyrlur í Osló í nótt: „Mikill óhugur í fólki“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 13:31 Jón Viðar býr í um 30 mínútna göngufæri frá miðbænum þar sem skotárásin átti sér stað. Hann segir götuna afar fjölfarna. facebook/ap Íslendingur í Osló segir mikinn óhug í fólki eftir skotárás sem gerð var á hinsegin skemmtistað þar í nótt. Hann man ekki eftir öðru eins síðan að hryðjuverkaárásin í Útey og Osló var framin árið 2011 þar sem 69 létu lífið. Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Tveir létust í árásinni í gær og eru fjórtán særðir. Enginn þeirra er í lífshættu samkvæmt norskum fjölmiðlum. Árásin var gerð um klukkan eitt í nótt að staðartíma á skemmtistaðnum London Pub sem er vinsæll meðal hinsegin fólks. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi en hann er 42 ára norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Norska lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Málið er rannsakað sem hryðjuverk og telur lögregla það hafa verið markmið mannsins að skapa ótta. Hald var lagt á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Líklegt er talið að skotárásin tengist gleðigöngunni sem átti að fara fram í Osló í dag. Henni hefur nú verið frestað að ráðum lögreglu. „Hvort að þetta sé hatursglæpur gagnvart samkynhneigðum... það er ýmislegt sem bendir til þess. Og kannski fyrst og fremst að lögreglan ráðlagði að gleðigangan yrði ekki haldin í dag, henni var aflýst. En annars er fréttaflutningur óljós hvað þetta varðar,“ segir Jón Viðar Sigurðsson, prófessor í fornleifafræði við Háskólann í Osló. Hann er búsettur í um hálftíma göngufæri frá staðnum sem skotárásin var gerð á. „Ég vaknaði við þyrlur í nótt. Maður vaknar öðru hvoru við þær, lögreglustöðin er náttúrulega ekki langt frá okkur. Það var náttúrulega allur mannafli kallaður út í nótt og allt sett í viðbragðsstöðu. Þar af leiðandi voru þyrlurnar settar upp,“ segir Jón Viðar. Nýbúið að afhjúpa minnismerki um Útey Hann man ekki til þess að nokkuð sambærilegt hafi átt sér stað í Noregi frá hryðjuverkaárásinni í Útey. „Það náttúrulega setur óhug í langflesta. Það er nýbúin að vera afhjúpun á minnismerkinu í Útey. Þannig að maður er minntur á það sem gerðist þar,“ segir hann. Andrúmsloftið hafi verið mjög þungt í morgun. „Þetta er hlutur sem að maður reiknar ekki með að gerist hjá okkur. Fólk sem ég talaði við, það var bara mikill óhugur í því og fólki var brugðið,“ segir Jón Viðar.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira