Í greininni kemur fram hvernig Boehly varð yfirmaður knattspyrnumála í sumar eftir að hafa fest kaup á félaginu. Það þýddi að Tuchel og nýr eigandi félagsins ræddu mikið saman hvaða leikmenn væri best að fá til Chelsea.
Þeim lendi saman er varðar nokkra leikmann eins og frægt er orðið. Hefur Cristiano Ronaldo verið nefndur sérstaklega í þessu samhengi en Boehly vildi endilega fá hinn 37 ára gamla Portúgala til Lundúna að meðan Tuchel hafði lítinn sem engan áhuga á því.
Boehly á að hafa sagt að samskiptin við Tuchel varðandi leikmannakaup væru hrein martröð. Það er kannski eðlilegt að þjálfarinn hafi haft sínar efasemdir um yfirmann sinn eftir að hann stakk upp á að spila 4-4-3 leikkerfið á fundi þeirra á milli.
Chelsea neitar að þetta hafi gerst en Athletic telur sig hafa nokkuð öruggar heimildir.
Boehly and Eghbali made a bad impression on Tuchel in one early recruitment meeting by accidentally drawing up plans for a team in a 4-4-3 formation, something Chelsea deny happening. @TheAthleticUK inside read on Tuchel s sacking. https://t.co/0kei67mOUl
— Adam Crafton (@AdamCrafton_) September 8, 2022
Það voru eflaust margar ástæður fyrir því að Chelsea lét Tuchel fara en í grunninn virðist sem nýir eigendur ætli að feta í fótspor síðasta eiganda og skipta um þjálfara í hvert skipti sem eitthvað bjátar á.