Erlent

Myndasyrpa: Bretar syrgja drottninguna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Næstu tvær vikur verður þjóðarsorg í Bretlandi.
Næstu tvær vikur verður þjóðarsorg í Bretlandi. Getty/Wiktor Szymanowicz

Eftir að fréttir um fráfall Elísabetar II Bretadrottningar barst breskum almenningi í gær safnaðist fólk víða saman til að syrgja þann leiðtoga þjóðarinnar sem lengst sat í hásæti. 

Þúsundir lögðu blómvendi að hliðinu við Buckingham höll í Lundúnum og tóku ljósmyndir af heimili drottningarinnar, þar sem fánar blöktu við hálfa stöng. Einhverjir klifruðu upp á minnisvarðann um Viktoríu drottningu og veifuðu þar breska fánanum. Það voru að sjálfsögðu ekki bara Bretar sem syrgðu drottninguna heldur íbúar víða um Breska sambandsveldið.

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Buckingham-höll.Getty/Yui Mok

Elísabet lést í sumarhúsi sínu í Balmoral í Skotlandi.Getty/Wiktor Szymanowicz

Mínútuþögn fór fram á fótboltaleik West Ham United og FCSB á leikvanginum London Stadium í gærkvöldi í tilefni andláts hennar.Getty/Richard Heathcote

Fólk lagði blóm að hliðum Windsor kastala, megindvalarstaðar drottningarinnar, í gær.Getty/Andrew Matthews

Stuttu eftir tilkynninguna var fólk saman komið fyrir utan Windsor kastala.Getty/Mark Kerrison

Íbúar í Sydney voru fljótir að leggja blóm að hliðum Goernment House Sydney í Sydney. Húsið er íbúðarhús ríkisstjóra Nýju Suður Wales.EPA/BIANCA DE MARCHI

Starfsmenn Buckingham hengja upp formlega tilkynningu um andlát drottnignarinnar á hlið kastalans.Getty/Samir Hussein

Drottningarinnar minnst í St. Patrick's dómkirkjunni í Melbourne í Ástralíu.Getty/JOEL CARRETT

Gríðarlegu magni blóma var komið fyrir á hliði Windsor.Getty/Wiktor Szymanowicz

Tilkynningar um andlát drottningarinnar mátti finna víða um Bretland í gær, meðal annars á þessari strætóstoppistöð.Getty/TOLGA AKMEN

Fólk tók upp símana til að ná mynd af Buckingham höll.Getty/Samir Hussein

Fólk leggur blóm að Holyrood höllinni í Edinborg. Getty/Christopher Furlong

Karl, sonur Elísabetar, tekur við embætti þjóðarleiðtoga en hann verður Karl III Bretakonungur. Getty/Jane Barlow

Maður heldur á regnhlíf skreytta breska fánanum fyrir utan Buckingham höll.Getty/Samir Hussein

Fólk leggur blóm að Balmoral kastala í Skotlandi, þar sem Elísabet Bretadrottning lést í faðmi fjölskyldu sinnar í gær.EPA/PAUL REID

Konunglegum fána Skotlands flaggað í hálfa stöng við Holyroodhouse höllina í Edinborg. Getty/Jane Barlow
Fólk lagði blóm að sendiráði Bretlands í Berlín í gær.EPA/Filip Singer

Dominic Perrottet innanríkisráðherra Nýju Suður Wales og Andrew Bell bera blóm að Government House Sydney í Sydney.EPA/Bianca de Marchi

Fólk klifraði upp á minnisvarðann um Viktoríu drottningu og veifaði breska fánanum.Getty/Wiktor Szymanowicz

Gríðarlegur fjöldi fólks var við Buckingham í gærkvöldi.Getty/Samir Hussein

Tilkynning um andlát drottningarinnar á auglýsingaskilti í Lundúnum. EPA/Tolga Akmen

Fólk hefur lagt blóm að Buckingham höll í stórum stíl.Getty/Wiktor Szymanowicz

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifar samúðarkveðju í þar til gerða bók í sendiráði Bretlands í Washington í Bandaríkjunum. EPA/Chris Kleponis


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.