Erlent

Aflimanir framkvæmdar tugþúsundum ára fyrr en talið var

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að aflimanir hafi verið framkvæmdar fyrr en talið var. Mynd tengist frétt ekki beint.
Vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að aflimanir hafi verið framkvæmdar fyrr en talið var. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/peng song

Vísindamenn hafa nú fundið beinagrind í helli í Indónesíu sem bendir til þess að aflimanir hafi verið framkvæmdar fyrr en áður var talið. Beinagrindin er sögð 31.000 ára gömul og á hana vantar neðri hluta vinstri fótleggjar.

Fundurinn er sagður tugþúsundum ára eldri en sá sem áður var talinn elsta tilfelli aflimana. Frekari greining á beinagrindinni hafi leitt í ljós gróanda á beininu sem gefi til kynna að aflimun hafi verið framkvæmd með einhverjum árum áður en manneskjan var borin til grafar. Guardian greinir frá þessu.

Vísindamennirnir hafi furðað sig á því að sýking virðist ekki hafa komið í sárið vegna regnskógarumhverfisins sem beinagrindin fannst í. Gróandinn gefi til kynna að um aflimun út frá skurðaðgerð hafi verið að ræða en ekki slysförum eða árásar.

Áður en beinagrind þessi fannst hafi trú vísindamanna almennt verið sú að aflimun hafi ávallt leitt til dauða þangað til fyrir um 10.000 árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×