Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 18:31 Jamie Carragher er ekki viss um að Potter sé rétti maðurinn í starfið hjá Chelsea. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Chelsea rak í morgun Thomas Tuchel úr starfi knattspyrnustjóra en liðið hefur farið illa af stað heima fyrir og tapaði fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í gærkvöld, 1-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu. Todd Boehly er stjórnarformaður félagsins og fer fyrir nýjum eigendahópi sem keypti liðið fyrir þremur mánuðum. Það eyddi heimsmetafjárhæð, 260 milljónum punda, í sumarglugganum og ljóst að þolinmæðin er ekki mikil. Graham Potter er sagður efstur á óskalista hópsins og hefur Chelsea hafið viðræður við hann. Verði gengið frá ráðningu hans mun það kosta Chelsea 16 milljónir punda. "It's a very ruthless club" Jamie Carragher says he 'fears' for Graham Potter and he 'should be very wary' should he be appointed Chelsea manager following the sacking of Thomas Tuchel... pic.twitter.com/KWjoq6LoOX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 7, 2022 „Ég er ekki viss um að hann sé rétti maðurinn fyrir félagið, en kannski vilja Chelsea boða breytingar fyrir framtíðina, með því að ráða meiri þjálfara heldur en framkvæmdastjóra,“ segir Jamie Carragher á Sky Sports. „En ef ég væri Graham Potter ætti ég erfitt með að trúa því, að ný stjórn félagsins muni breyta til og að hann verði frekar þarna í tvö til þrjú ár. Þeir voru að reka stjóra eftir einungis sex leiki við stjórnvölin,“ „Auðvitað væri þetta frábært skref og skref sem hann vill taka á einhverjum tímapunkti á sínum ferli,“ Carragher segist óttast að Potter endi á sama stað og aðrir fyrrum þjálfarar liðsins. Í eigendatíð Roman Abramovich entust þjálfarar yfirleitt ekki mikið lengur en í tvö til þrjú ár. „En maður óttast fyrir hönd Graham Potter að hann lendi í sömu stöðu og allir aðrir þjálfarar Chelsea síðustu tíu ár. Ef hann nær ekki árangri strax munu þeir finna nýjan mann í starfið innan tólf mánaða,“ „Það hefur verið erfitt að gagnrýna félagið því það hefur náð árangri í hvert sinn sem það skipti um þjálfara í tíð Abramovich, þar sem félagið var mjög miskunnarlaust í garð þjálfara,“ segir Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Segir bölvun hvíla á treyju númer níu hjá Chelsea Pierre Emerick-Aubameyang skrifaði undir hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea á dögunum. Hann mun klæðast treyju númer níu hjá félaginu en talið er að það hvíli á henni bölvun. Má eflaust færa rök fyrir því með því að benda á hvernig fyrsti leikur Aubameyang í téðri treyju fór og hvað gerðist í kjölfarið. 7. september 2022 14:10
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11