Um 150 Íslendingar á móti sextán þúsund Hollendingum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 15:30 Gleðin var við völd hjá þessum hressu stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í dag. Annar hópurinn búinn að koma sér vel fyrir í miðborg Utrecht og hinn hópurinn, rúmlega 20 starfsmenn Reykjavíkurborgar sem staddir voru í vinnuferð í Hollandi, á leið með lestinni frá Amsterdam. vísir/Sindri Nokkur hópur íslenskra stuðningsmanna er mættur til Hollands til að styðja stelpurnar okkar í átt að HM í fótbolta en þeir verða þó í miklum minnihluta á Galgenwaard-leikvanginum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu má búast við um 150 íslenskum áhorfendum og verða þeir saman í einu hólfi á vellinum, nærri einum af hornfánunum. Hins vegar hafa selst 16.000 miðar til hollenskra stuðningsmanna svo að búast má við því að stúkan á vellinum verði appelsínugul að lit þegar flautað verður til leiks klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Hollenskir stuðningsmenn vekja gjarnan athygli i sínum einkennandi appelsínugula lit. Þessar stelpur sáu Holland vinna Skotland 2-1 í vináttulandsleik á föstudagskvöld.Getty/Rene Nijhuis Íslenska liðinu, sem var dyggilega stutt svo eftir var tekið á EM í Englandi í sumar, dugar jafntefli í kvöld til að komast í fyrsta sinn á HM en ef að liðið tapar leiknum tekur við umspilsleikur í október, gegn andstæðingi sem ekki er ljóst hver yrði. Staðan í riðli Íslands fyrir lokaleikina í kvöld. Kýpur hefur lokið keppni og endar neðst. Íslandi dugar jafntefli til að enda efst.vísir Ef allt gengur að óskum í kvöld geta svo íslenskir stuðningsmenn farið að safna sér fyrir ferð til Eyjaálfu því þar fer HM fram næsta sumar, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, dagana 20. júlí til 20. ágúst. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá hollenska knattspyrnusambandinu má búast við um 150 íslenskum áhorfendum og verða þeir saman í einu hólfi á vellinum, nærri einum af hornfánunum. Hins vegar hafa selst 16.000 miðar til hollenskra stuðningsmanna svo að búast má við því að stúkan á vellinum verði appelsínugul að lit þegar flautað verður til leiks klukkan 20:45 að staðartíma, eða klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Hollenskir stuðningsmenn vekja gjarnan athygli i sínum einkennandi appelsínugula lit. Þessar stelpur sáu Holland vinna Skotland 2-1 í vináttulandsleik á föstudagskvöld.Getty/Rene Nijhuis Íslenska liðinu, sem var dyggilega stutt svo eftir var tekið á EM í Englandi í sumar, dugar jafntefli í kvöld til að komast í fyrsta sinn á HM en ef að liðið tapar leiknum tekur við umspilsleikur í október, gegn andstæðingi sem ekki er ljóst hver yrði. Staðan í riðli Íslands fyrir lokaleikina í kvöld. Kýpur hefur lokið keppni og endar neðst. Íslandi dugar jafntefli til að enda efst.vísir Ef allt gengur að óskum í kvöld geta svo íslenskir stuðningsmenn farið að safna sér fyrir ferð til Eyjaálfu því þar fer HM fram næsta sumar, í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, dagana 20. júlí til 20. ágúst. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31 „Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30 Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30 Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
„Erum svo þakklát þjóðinni“ „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. 6. september 2022 12:31
„Ég treysti þeim í allt“ Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. 6. september 2022 11:30
Mjög nálægt því að hætta en gæti komist á HM í kvöld „Það væri svakalegt. Bara draumur,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um möguleikann á að feta í fótspor kærustu sinnar, kanadíska landsliðsmarkvarðarins Erin McLeod, með því að vinna sig í kvöld inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn. 6. september 2022 09:30
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00