„Erum svo þakklát þjóðinni“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 12:31 Vanda Sigurgeirsdóttir ræddi við Vísi á Galgenwaard-leikvanginum í Utrecht, þar sem örlög íslenska kvennalandsliðsins ráðast í kvöld. vísir/Arnar „Þetta er risaskref,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, um möguleikann á því að Ísland tryggi sér í kvöld farseðilinn á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn. Til þess þarf liðið jafntefli eða sigur gegn Hollandi í Utrecht. „Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira
„Við höfum verið nálægt þessu og eins og margir vita komist fjórum sinnum í röð á EM. En HM, þá er maður kominn í allan heiminn, og það er erfitt að koma því í orð hversu mikla þýðingu það hefði fyrir okkur,“ segir Vanda. Náist takmarkið í kvöld myndi Ísland spila á stórmóti tvö sumur í röð, því HM er í Eyjaálfu næsta sumar og EM fór fram í Englandi í sumar, ári seinna en ella vegna kórónuveirufaraldursins. „Við fundum stemninguna heima í sumar alla leið til Englands, og að fá annað svona sumar væri bara frábært fyrir okkur öll. Áhuginn og áhorfið, 63% á leikinn gegn Frökkum, við fundum þetta svo vel. Við öll, stjórnin, starfsfólkið og stelpurnar, erum svo þakklát þjóðinni, bæði þeim sem voru á staðnum og þeim sem voru heima, fyrir allan þennan stuðning og áhuga sem við finnum. Þetta var ekki alltaf svona,“ segir Vanda sem sjálf spilaði 37 A-landsleiki fyrir Ísland á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Klippa: Vanda segir umgjörð landsliðanna alltaf að batna Eitt af stóru markmiðunum að bæta aðbúnað landsliða Umgjörðin í kringum íslenska landsliðið verður líklega aldrei eins góð og hjá stærstu þjóðunum en ekki er annað að heyra á leikmönnum en að ánægja sé með hana. Það var þó til að mynda gagnrýnt af öðrum í sumar að Ísland skyldi ekki fá heimaleik í aðdraganda EM, og liðið ferðaðist með áætlunarflugi frá Íslandi í úrslitaleikinn sem fram fer í kvöld. „KSÍ getur alltaf gert betur. Við erum að reyna það. Við virkilega reyndum að fá heimaleik fyrir EM. Ég á afmæli 28. júní og sá það alveg fyrir mér að fá heimaleik á afmælisdaginn til að fólk gæti komið og kvatt liðið. Það bara gekk ekki. Við erum alltaf að bæta umgjörðina en við erum að reka stórt samband og það þarf allt að ganga upp. Við erum að koma upp úr svolítið erfiðum tíma en þetta er stefnan og eitt af mínum stóru markmiðum, að bæta aðbúnaðinn hjá A-landsliðum kvenna og karla, og líka yngri liðunum. Við megum ekki gleyma þeim því að þau taka við seinna meir. Við erum alltaf að gera okkar besta,“ segir Vanda. Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti KSÍ Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH-ingar færðust skrefi nær Evrópusæti með öflugum sigri Leik lokið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael | Mikil undiralda en Norðmenn í góðri stöðu Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Tindastóll - FHL | Besta deildin kvödd Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Sjá meira