„Ég treysti þeim í allt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 11:30 Amanda Andradóttir kom við sögu í einum leik á EM og hefur leikið átta A-landsleiki, aðeins 18 ára gömul. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira