Ólafur Davíð: „Virkuðum hræddir framan af þessum leik" Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:47 Ólafur Davíð Jóhannesson lét vel í sér heyra úr boðvangnum í kvöld en hér vætir hann kverkar sínar eftir vel valin hvatningarorð. Vísir/Vilhelm Ólafur Davíð Jóhannesson þurfti að horfa upp á fyrsta tap Valsliðsins síðan hann tók við liðinu á nýjan leik um mitt sumar þegar Hlíðarendapiltar töpuðu fyrir Breiðabliki með einu marki gegn engu í 20. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. „Þetta eru vonbrigði ég verð að viðurkenna það. Við eyddum hér heilum hálfleik, þeim fyrri, í að gera bara ekki neitt. Fyrri hálfleikurinn situr í mér en við vorum vissulega mun betri í þeim seinni og hefðum getað komist yfir,“ sagði Ólafur Davíð svekktur þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport að leik loknum. Valur hafði leikið sex deildarleiki eftir endurkomu Ólafs Davíðs fyrir þennan leik, haft betur í þremur þeirra og gert þrjú jafntefli. „Mér fannst eins og við værum hræddir framan af leik, þorðum ekki að fá boltann og vorum komnir allt of aftarlega á völlinn. Frederik Schram hélt okkur inni í leiknum og hann er klárlega einn af bestu markvörðum Íslands,“ sagði þjálfarinn brunaþungur um frammistöðu sinna manna. „Ég held að það sé ekkert sem getur komið í veg fyrir að Blikar verði Íslandsmeistarar. Þeir hafa verið besta lið landsins síðustu þrjú ár en ekki enn tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum. Ef þeir gera það ekki núna held ég að þeir geri það bara aldrei aftur,“ sagði hann um stöðu mála í toppbaráttu deildarinnar. Breiðablik er með 47 stig og hefur 11 stiga forskot á KA og 12 stiga forystu á Víking eftir úrslit 20. umferðarinnar. Valur situr svo í fjórða sæti með 32 stig. Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Þetta eru vonbrigði ég verð að viðurkenna það. Við eyddum hér heilum hálfleik, þeim fyrri, í að gera bara ekki neitt. Fyrri hálfleikurinn situr í mér en við vorum vissulega mun betri í þeim seinni og hefðum getað komist yfir,“ sagði Ólafur Davíð svekktur þegar Gunnlaugur Jónsson ræddi við hann á Stöð 2 Sport að leik loknum. Valur hafði leikið sex deildarleiki eftir endurkomu Ólafs Davíðs fyrir þennan leik, haft betur í þremur þeirra og gert þrjú jafntefli. „Mér fannst eins og við værum hræddir framan af leik, þorðum ekki að fá boltann og vorum komnir allt of aftarlega á völlinn. Frederik Schram hélt okkur inni í leiknum og hann er klárlega einn af bestu markvörðum Íslands,“ sagði þjálfarinn brunaþungur um frammistöðu sinna manna. „Ég held að það sé ekkert sem getur komið í veg fyrir að Blikar verði Íslandsmeistarar. Þeir hafa verið besta lið landsins síðustu þrjú ár en ekki enn tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum. Ef þeir gera það ekki núna held ég að þeir geri það bara aldrei aftur,“ sagði hann um stöðu mála í toppbaráttu deildarinnar. Breiðablik er með 47 stig og hefur 11 stiga forskot á KA og 12 stiga forystu á Víking eftir úrslit 20. umferðarinnar. Valur situr svo í fjórða sæti með 32 stig.
Besta deild karla Valur Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira