Erlent

Níu saknað eftir að flug­vél hrapaði í Was­hington

Bjarki Sigurðsson skrifar
Flugvélin hrapaði í Puget-sund nálægt Seattle.
Flugvélin hrapaði í Puget-sund nálægt Seattle. Getty

Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði.

Flugvélin var á leið frá Friday-höfninni á San Juan-eyju til Renton, úthverfis stórborgarinnar Seattle. Vélin var um fimmtíu kílómetra frá borginni þegar hún hrapaði.

Vélin var af gerðinni de Havilland DHC-3 Otter og er sjóflugvél. Samkvæmt AP tóku fjórir björgunarbátar, þyrla og flugvél þátt í leitinni í gær og mun leit halda áfram í dag.

De Havilland DHC-3 Otter-flugvél líkt og sú sem hrapaði.Getty/George Rose


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×