Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 3. september 2022 18:01 Sindri Sindrason les. Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Útköll vegna slagsmála Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira