Kvöldfréttir Stöðvar 2 Snorri Másson skrifar 3. september 2022 18:01 Sindri Sindrason les. Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. Fjallað er um þetta og annað í kvöldfréttum Stöðvar 2. Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. Míkhaíl Gorbatsjov var borinn til grafar í Rússlandi dag en hann lést á þriðjudag, 91 árs að aldri. Fjöldi fólks safnaðist saman við Hús Verkalýðsins í Mosku þar sem útför fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna fór fram og var sendiherra Íslands í Rússlandi meðal sendiherra sem vottuðu honum virðingu sína. Vladímír Pútín Rússlandsforseti var þó ekki viðstaddur en hann lagði blóm á kistuna á fimmtudag. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir sinn þátt í að draga úr spennu milli austurs og vesturs. Hann var virtur víða um heim, einna helst á Vesturlöndum, en margir í heimalandinu kenndu honum aftur á móti um fall Sovétríkjanna. Það gæti stefnt í metár í komum skemmtiferðaskipa og búist er við enn tíðari skipakomum á næsta ári. Kaupmenn í miðbænum segja farþegana verðmæta kúnna. Lögreglan, þar á meðal sérsveitarmenn, fóru á vettvang til að hafa afskipti af mönnum við Hagkaup í Skeifunni á fimmta tímanum í dag. Aðilar máls höfðu tekist á en talið er að einn þeirra eða fleiri hafi verið í annarlegu ástandi. Töluverður viðbúnaður var á svæðinu enda voru samkvæmt upplýsingum fréttastofu barefli í spilinu, þótt ekki hafi það verið hnífar eða byssur. Einn var fluttur á lögreglustöð til viðræðna eftir atburðarásina en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Það á ekki að vera leiðinlegt að taka upp rófur og þannig er það alls ekki hjá rófubónda í Árborg því þar er dansað og sungið um leið og unnið er með rófurnar. Magnús Hlynur kíkti á stemminguna í rófugarðinum. Það er sannkölluð hátíðarstemmning í Reykjanesbæ þar sem Ljósahátíð nær hámarki í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hátíðin fer fram en henni var aflýst síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Við verðum þar í beinni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira