Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 16:14 Yfirlit FBI yfir hvað hald var lagt á í Mar-a-Lago sýnir að tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg gögn fundust í sveitaklúbbnum. AP/Jon Elswick Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
FBI birti í dag gróft yfirlit yfir hvað þrjátíu og þrír kassar sem hald var lagt á innihéldu. Þar á meðal voru háleynileg gögn sem geymd voru í kössum og skúffum í Mar-a-Lago, með dagblöðum, tímaritum og öðrum munum og gögnum. Yfirlitið má finna hér. Á skrifstofu Trumps var hald lagt á 43 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar „Classified“ og 28 tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl og voru merktar á þann veg að Trump hefði átt að skila skjölunum eftir lestur þeirra. Þetta er til viðbótar við minnst tugi leynilegra skjala og mynda sem fundust í skrifstofu forsetans fyrrverandi, auk mikils magns opinberra skjala og mynda sem voru ekki merkt sem leynileg gögn. Önnur opinber og leynileg gögn fundust annars staðar í sveitaklúbbnum og flest í herbergi í kjallaranum en þar fundust einnig tómar möppur sem áttu að innihalda leynileg skjöl. Ekki liggur fyrir hvað varð um skjölin sem eiga að vera í þessum möppum eða hvort skjölin voru í þeim þegar möppurnar voru teknar úr Hvíta húsinu. Lögum samkvæmt hefði Trump átt að afhenda Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna öll opinber skjöl og gögn sem í vörslu hans voru þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í fyrra, hvort sem þau voru leynileg eða ekki. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að ítrekuðum kröfum þjóðskjalasafnsins og FBI um að opinberum gögnum í vörslu Trumps yrði skilað hafi ekki skilað árangri. Fyrst voru kassar af gögnum sóttir til Flórída í febrúar og lék grunur á að þá hefðu ekki öllum gögnunum verið skilað. Fleiri gögn voru sótt í júní og þá staðhæfði lögmenn Trumps að engin leynileg gögn væri að finna í Mar-a-Lago. Ítarleg leit hefði verið gerð. Það var ósatt og grunaði rannsakendur að leynileg gögn hefðu verið falin. Því var ákveðið að framkvæma húsleit, sem gert var þann 8. ágúst. Sjá einnig: Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Á meðal þeirra gagna sem fundust í Mar-a-Lago voru skjöl með einhverjar hæstu leyndarskilgreiningar bandarískra yfirvalda og varða leynilega uppljóstrara ríkisins í öðrum ríkjum.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04 Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 26. ágúst 2022 21:04
Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál vegna húsleitarinnar í Mar-a-Lago, sveitarklúbbinum í Flórída þar sem Trump býr. Hann vill að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögn sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í húsleitinni. 22. ágúst 2022 23:36