Erlent

Hyggst verja 32 milljónum dollara í að þjálfa her bardagamanna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tsao boðaði til blaðamannafundar í gær, þar sem hann mætti í skotheldu vesti.
Tsao boðaði til blaðamannafundar í gær, þar sem hann mætti í skotheldu vesti. epa/Ritchie B. Tongo

Taívanski auðkýfingurinn Robert Tsao, stofnandi og eigandi örflöguframleiðandans United Microelectronics Corp, hefur greint frá því að hann hyggist verja jafnvirði 32 milljón dollara í að þjálfa 3,3 milljónir almennra borgara til að verja Taívan ef Kínverjar gera innrás.

Tsao sagði á blaðamannafundi í gær að ógn Kína við Taívan hefði vaxið og hét því að fjármagna þjálfun þriggja milljóna manna á þremur árum. Hann sagði átakið yrðu unnið í samstarfi við borgaralegt varnarbandalag landsins, Kuma Academy, en 60 prósent fjármunana myndu fara í að þjálfa her bardagamanna og 40 prósent í að skotvopnaþjálfun.

Tsao sagði að ef Taívönum tækist að verjast Kínverjum væru þeir ekki eingöngu að standa vörð um heimaland sitt heldur leggja sitt af mörkum á sviði heimsmálanna.

Auðkýfingurinn var eitt sinn stuðningsmaður sameiningar Taívan og Kína en sagði í samtali við fjölmiðla að hann hefði skipt um skoðun eftir að hafa séð hvernig Kínverjar brutu aftur lýðræðishreyfinguna í Hong Kong. Hann greindi frá því í gær að hann hefði afsalað sér ríkisborgararétti sínum í Singapore og að hann hygðist standa með fólkinu sínu og deyja í Taívan.

Ef af verður er um að ræða mikinn liðsstyrk fyrir Taívan en her landsins er sagður telja í mesta lagi 90 þúsund hermenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×