Enski boltinn

Liverpool staðfestir komu Arthur Melo

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Arthur Melo kann vel við sig í rauðu.
Arthur Melo kann vel við sig í rauðu. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images

Liverpool hefur fengið brasilíska miðjumanninn Artur Melo á eins árs lánssamningi frá Juventus.

Lánssamingurinn felur hins vegar ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum og mun leikmaðurinn því snúa aftur til ítalska félagsins eftir tímabilið.

Arthur er 26 ára miðjumaður sem gekk í raðir Barcelona frá uppeldisfélagi sínu, Gremio, árið 2018. Hann lék 48 deildarleiki fyrir Börsunga áður en hann gekk í raðir Juventus tveimur árum síðar þar sem hann hefur leikið 42 leiki og skorað eitt mark. Þá á hann einnig að baki 22 leiki fyrir brasilíska landsliðið.

„Ég er virkilega ánægður að vera hérna og fá að klæðast þessari frábæru treyju með þessu fræga merki sem stendur fyrir svo mikið í heimsfótboltanum. Þetta er slgjör draumur,“ sagði Arthur í samtali við heimasíðu Liverpool.

„Við höfum rætt mikið saman og okkar hugmyndir passa vel saman þannig ég er viss um að ég hafi tekið rétta ákvörðun. Ég er virkilega ánægður og tilbúinn að halda áfram að lifa drauminn á vellinum og gefa allt sem ég á í Liverpool-treyjunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×