Enski boltinn

Leedsarinn lastar Lampard: „Þetta er hörmulegt“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Lampard eftir leik í gær.
Lampard eftir leik í gær. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli lærisveina sinna í Leeds við Everton í ensku úrvalsdeildinni gærkvöld. Sérstaklega var hann ósáttur við það hvernig Everton nálgaðist leikinn.

Everton hóf leikinn betur þar sem Anthony Gordon, sem hefur verið orðaður við Chelsea að undanförnu, kom liðinu yfir eftir 17 mínútna leik og staðan var 1-0 fyrir gestina frá Liverpool á Elland Road í gærkvöld.

Kólumbíumaðurinn Luis Sinisterra, sem Leeds keypti frá Feyenoord í sumar, skoraði hins vegar sitt fyrsta mark fyrir félagið á 55. mínútu og leiknum lauk 1-1.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, segir Everton hafa eytt tíma nánast allan leikinn.

„[Tímasóunin] er hörmuleg. Maður sá Everton sparka boltanum burt frá fyrstu mínútu til þess að reyna að minnka orkuna á Elland Road. Þetta er skemmanaiðnaður. Ég vildi óska þess að dómararnir myndu taka betur á þessu. Eftir að það við jöfnuðum 1-1 varð leikurinn eilítið skemmtilegri en það var of seint,“ sagði Marsch eftir leik.

Leeds er með átta stig í 5. sæti deildarinnar en Everton með þrjú stig í því fimmtánda, og leitar enn síns fyrsta sigurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×