Enski boltinn

West Ham gerir Paquet­á að mögu­lega dýrasta leik­manni í sögu fé­lagsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýjasti leikmaður West Ham.
Nýjasti leikmaður West Ham. Twitter@WestHam

Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur fest kaup á miðjumanninum Lucas Paquetá. Sá er Brasilíumaður sem hefur spilað með Lyon í Frakklandi frá árinu 2020 en þar áður var hann eina leiktíð hjá stórliði AC Milan á Ítalíu.

Hinn 25 ára gamli Paquetá skrifar undir fimm ára samning við Hamranna. Hann er sóknarþenkjandi miðjumaður sem á að krydda upp á sóknarleik lærisveina David Moyes.

Paquetá kostar Lundúnaliðið 36 milljónir punda (sex milljarðar íslenskra króna) en heildarverðið gæti numið 51 milljón punda (átta og hálfur milljarður) þegar uppi er staðið.

West Ham hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar en félagið hefur alls fest kaup á átta leikmönnum í sumar: 

  • Gianluca Scamacca kom frá Sassuolo [Ítalíu]
  • Nayef Aguerd kom frá Rennes [Frakklandi]
  • Maxwel Cornet kom frá Burnley [Englandi]
  • Emerson Palmieri kom frá Chelsea [Englandi]
  • Flynn Downes kom frá Swansea City [Wales]
  • Thilo Kehrer kom frá París Saint-Germain [Frakklandi]
  • Alphonse Areola kom einnig frá PSG [Frakklandi]

Fyrsti sigur West Ham kom um liðna helgi er liðið vann 1-0 sigur á Aston Villa. Það var þeirra fyrsti sigur á leiktíðinni en liðið er sem stendur í 16. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×