Grínaðist í Kristali eftir þrennuna: „Eina með öllu nema hráum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. ágúst 2022 10:02 Jasmín Erla hefur komið að 20 mörkum í 17 leikjum í deild og bikar í sumar. Vísir/Hulda Margrét Jasmín Erla Ingadóttir skoraði þrennu er Stjarnan vann 7-1 sigur á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær. Jasmín er markahæst í deildinni með tíu mörk, þremur á undan næstu konum. Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Jasmín hefur leikið sem sóknartengiliður í sumar og hefur sjaldan spilað betur fyrir Stjörnuliðið. Hún hefur komið inn af gríðarlegum krafti eftir að hafa spilað aðeins einn deildarleik í fyrra. Hún kom þá til baka eftir barnsburð í júní og spilaði sinn eina leik í 3-0 sigri á ÍBV um miðjan júní. Hún meiddist hins vegar fljótlega eftir endurkomuna og var frá út tímabilið. Það er því mikil vinna að baki fantaárangri hennar í sumar. Stjörnukonur eru með 27 stig í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Breiðabliki sem er sæti ofar og fimm stigum frá toppliði Vals. Efstu liðin tvö eiga bæði leik inni en draumur Stjörnukvenna um Evrópusæti lifir góðu lífi. Gantaðist í bróður sínum Kristall Máni Ingason er yngri bróðir Jasmínar.Vísir/Hulda Margrét Yngri bróðir Jasmínar, Kristall Máni Ingason, átti líka hörkusumar hér heima, með Víkingi í Bestu deild karla, áður en hann hélt til Rosenborgar í Þrándheimi í júlí. Kristall setti inn færslu á samfélagsmiðilinn Twitter síðasta haust eftir að hafa skorað þrennu gegn Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Venju samkvæmt fékk Kristall boltann sem spilað var með í leiknum eftir að hafa skorað þrennuna. Hann setti inn mynd af sér á Twitter með yfirskriftinni: „Kristall hér, hvernig get ég aðstoðað?“ Jasmín svaraði með sínum eigin bolta eftir þrennuna í gær: „Daginn, ég ætla að fá hjá þér eina með öllu nema hráum,“ Daginn, ég ætla fá hjá þér eina með öllu nema hráum https://t.co/pCCUxUPQUS pic.twitter.com/felgCXyrFC— Jasmín Erla (@Jasminerlaa) August 23, 2022 Landsliðið næst? Líkt og fram kemur að ofan hefur Jasmín Erla skorað tíu mörk í sumar, en næstu leikmenn þar á eftir hafa skorað sjö. Þær Danielle Marcano í Þrótti, Brenna Lovera í Selfossi og liðsfélagi hennar hjá Stjörnunni, Gyða Kristín Gunnarsdóttir. Alls hefur Jasmín leikið 17 leiki í deild og bikar í sumar en í þeim leikjum hefur hún skorað 14 mörk og lagt sex upp að auki. Hún kemur því beint að meira en marki í hverjum leik. Þrátt fyrir það hefur henni ekki hlotnast sá heiður að vera valin í landsliðið sem hún segir ákveðin vonbrigði. „Já, alveg smá. Þetta er mitt besta tímabil og ég er að skila inn mörkum. Ég veit ekki hvað ég þarf að gera meira,“ sagði Jasmín í samtali við Fótbolti.net í gær. Hún er ekki í landsliðshópi Íslands sem á gríðarmikilvæga leiki fyrir höndum í byrjun september. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi hér heima föstudaginn 2. september og Hollandi ytra þriðjudaginn 6. september. Breyting varð á hópi Íslands í gær þegar Agla María Albertsdóttir sagði sig úr hópnum vegna meiðsla en Ásdís Karen Halldórsdóttir, miðjumaður Vals, var kölluð upp í hópinn í hennar stað. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira